Jarðskjálftahrina í Krýsuvík

Í nótt (24-Ágúst-2019) varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Krýsuvík. Þessi jarðskjálfti fannst í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi. Það hófst lítil jarðskjálftahrina í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.


Jarðskjálftavirknin í Krýsuvík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið þegar þessi grein er skrifuð. Jarðskjálftahrinur eru mjög algengar á þessu svæði.

Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Lítil jarðskjálftahrina varð í Bárðarbungu í dag (21-Ágúst-2019). Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,5 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftinn í Bárðarbungu (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti varð í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu. Síðustu mánuði hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast á þessu svæði. Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu verður vegna þess að innstreymi kviku er að þenja út eldstöðina.

Aukin jarðskjálftavirkni í Hamrinum (Bárðarbunga)

Síðustu daga hefur verið aukning í jarðskjálftum í Hamrinum (hluti af Bárðarbungu kerfinu). Hjá Global Volcanism Program er þetta skráð sem Loki-Fögrufjöll. Stærsti jarðskjálftinn þann 12-Ágúst-2019 var með stærðina 2,8 og 2,5 en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Hamrinum (rauðu/bláu punktanir nærri jaðri jökulsins vestan við Grímsvötn). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðast þegar svona jarðskjálftavirknin hófst í Hamrinum þá varð lítið eldgos þar nokkrum mánuðum seinna. Það eldgos varð þann 12 Júlí 2011. Ég skrifaði um það á ensku hérna og hérna (jökulhlaupið sem kom í kjölfarið á eldgosinu, 13 Júlí 2011). Þau urðu síðan frekari minni eldgos í Ágúst og Nóvember 2011 í Hamrinum sem vörðu að hámark í 4 klukkutíma. Síðan þá hefur eldstöðin róast niður og sérstaklega eftir eldgosið í Bárðarbungu árin 2014 og 2015.

Það er óljóst hvað er að gerast núna í Hamrinum en á þessaris stundu er ekkert eldgos að eiga sér stað og eldgos í Hamrinum mun koma mjög skýrt fram á jarðskjálftamælaneti Veðurstofu Íslands. Það virðist sem að eldgos í Hamrinum geti hafist án nokkurar jarðskjálftavirkni, ég veit ekki afhverju það er. Síðasta stórgos í Hamrinum varð árið 1910 frá 18 Júní til Október.

Jarðskjálfti í Torfajökli

Í dag (20-Júlí-2019) klukkan 14:15 varð jarðskjálfti með stærðina 3,3 í Torfajökli. Þessi jarðskjálfti varð í suðurhluta öskju Torfajökuls. Það er hugsanlegt að þessi jarðskjálfti hafi fundist af ferðamönnum á svæðinu.


Jarðskjálftavirkni í Torfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur ekki verið mikil eftirskjálftavirkni í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Síðasti jarðskjálfti með stærðina 3,0 sem varð í Torfajökli varð þann 12-Júlí og það er hugsanlegt að þessi virkni þýði að tímabil aukinnar virkni sé hafið í Torfajökli. Það eru engin augljós merki um það að eldgos sé að fara að hefjast í Torfajökli en hinsvegar er ekki þekkt hvernig eldstöðin er þegar eldgos hefst og hvað þarf að gerast áður en eldgos hefst í Torfajökli. Það besta sem hægt er að gera núna er að fylgjast með stöðunni og sjá hvort að einhver frekari breyting verður á virkni í Torfajökli.

Aukin jarðskjálftavirkni í Kötlu

Síðan í gær (13-Júlí-2019) hefur verið aukin jarðskjálftavirkni í Kötlu. Það er ekkert sem bendir til frekari virkni í kjölfarið á þessari auknu jarðskjálftavirkni.


Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er nauðsynlegt að fylgjast með þessari auknu jarðskjálftavirkni. Hinsvegar hefur þetta gerst áður án þess að eitthvað meira gerist í kjölfarið. Það hafa komið fréttir af því að mikið vatn sé í kötlum í Mýrdalsjökli og er búist við því að þeir tæmist fljótlega og að jökulflóðið sem komi í kjölfarið verði það stærsta síðan árið 2011. Það er búist við því að þetta jökulflóð úr Mýrdalsjökli verði fljótlega og þá er hugsanlegt að það verði aukning í jarðskjálftum í Kötlu.

Jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Torfajökli

Í dag (12-Júlí-2019) varð jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Torfajökli. Það er hugsanlegt að þessi jarðskjálfti hafi fundist af ferðamönnum á svæðinu en það hefur ekki verið tilkynnt samkvæmt fjölmiðlum.


Jarðskjálftavirkni í Torfajökli (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á þessu svæði í Torfajökli hefur verið jarðskjálftavirkni síðan þann 27-Janúar-2019 þegar jarðskjálfti með stærðina 3,7 átti sér stað á þessu svæði. Þá komu fram fleiri eftirskjálftar en í dag. Það gæti hinsvegar breyst án fyrirvara. Þessi jarðskjálftavirkni er mjög áhugaverð en ég veit ekki ennþá hvort að þessi jarðskjálftavirkni þýði eitthvað á þessari stundu.

Þrír sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Í gær (24-Júní-2019) urðu þrír sterkir jarðskjálftar klukkan 13:09, klukkan 13:18 og klukkan 13:55 í Bárðarbungu. Jarðskjálftinn sem varð klukkan 13:09 er með stærðina mb4,5 á EMSC (upplýsingar hérna). Jarðskjálftinn sem varð klukkan 13:55 er einnig með stærðina 4,5 á vefsíðu EMSC (upplýsingar hérna). Veðurstofan er með stærðina á jarðskjálftanum klukkan 13:09 sem Mw3,3 og jarðskjálftinn sem varð klukkan 13:55 er með stærðina Mw4,1. Jarðskjálftinn sem varð klukkan 13:18 er með stærðina Mw3,4. Minni jarðskjálftar hafa komið í kjölfarið á stóru jarðskjálftunum.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu gerist vegna þess að eldstöðin er ennþá að þenjast út. Þar sem Bárðarbunga er ennþá á því að stigi að þenjast út þá olli þessi jarðskjálftahrina ekki neinum kvikuhreyfingum eða kom af stað eldgosavirkni. Tveir af jarðskjálftunum voru á hefðbundum stöðum en þriðji jarðskjálftinn sem varð klukkan 13:09 varð í norð-vestanverðri eldstöðinni sem er óvenjuleg staðsetning miðað við fyrri jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Síðasti stóri jarðskjálfti í Bárðarbungu átti sér stað þann 19-Júní-2019 og er því mjög stutt á milli stórra jarðskjálfta í Bárðarbungu núna. Það virðist ekki vera óvenjuleg virkni.

Djúpir jarðskjálftar suð-austur af Bárðarbungu

Í gær (19-Júní-2019) og í dag (20-Júní-2019) varð jarðskjálftahrina suð-austur af Bárðarbungu. Þetta svæði í Bárðarbungu hefur verið virkt síðan eldgosinu lauk í Febrúar 2015 og mögulega fyrr en það. Síðasta eldgos á þessu svæði varð í Febrúar 1726 (+- 30 dagar) til Maí 1726 (+- 30 dagar). Hugsanlega hafa orðið fleiri eldgos á þessu svæði án þess að þeirra yrði vart af fólki í fortíðinni.


Jarðskjálftahrinan suð-austur af Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Dýpið í þessari jarðskjálftahrinu er mjög mikið og mældist dýpsti jarðskjálftinn með 30,4 km dýpi. Það er ekki hægt að útiloka að það dýpi komi til vegna lélegrar mælinga eða lélegrar staðsetningar á jarðskjálftanum. Samkvæmt mælingum þá er jarðskorpan á þessu svæði allt að 45 km þykk. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að þessi jarðskjálftavirkni mun enda í eldgosi. Ef að eldgos verður þá getur það hafist án mikillar viðvörunar og án mikillar jarðskjálftavirkni.

Jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Bárðarbungu

Eftir langt tímabil án mikillar virkni þá varð í kvöld (18-Júní-2019) jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Bárðarbungu og varð á hinum hefðbundna stað í miðju öskju Bárðarbungu. Rétt áður en þessi jarðskjálfti varð komu fram litlir jarðskjálftar nokkrum klukkutímum áður eins og gerist oftast.


Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu. Græna stjarnan sýnir virknina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvort að frekari jarðskjálftavirkni verður á þessu svæði. Venjan er að það komi fram jarðskjálfti sem er stærri en 3,0 og síðan verður allt rólegt næstu vikur til mánuði í Bárðarbungu. Mig grunar að svo verði raunin í þetta skiptið.

Virkni í Torfajökli

Stundum kemur náttúran með eitthvað óvænt. Þetta gildir núna um Torfajökul. Það virðist sem að jarðskjálftavirkni hafi hafist í Torfajökli þann 27-Janúar-2019 án nokkurar viðvörunar. Greinin um þá jarðskjálftahrinu er hægt að lesa hérna.


Jarðskjálftavirknin í Torfajökli þann 29-Apríl-2019. Línan sem jarðskjálftarnir mynda er orðin ljós. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirknin þann 3-Maí-2019. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirknin þann 4-Júní-2019. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eftir eldgosið í Bárðarbungu árið 2014 þá kom ég mér upp nýju kerfi (sem enginn annar notar eða notar eitthvað svipað svo að ég viti til) til þess að finna út hvort að eldgos sé að fara að eiga sér stað eða ekki. Þar sem allar eldstöðvar eru öðruvísi þá er alltaf möguleiki á því að ég greini upplýsingar rangt og fái út ranga niðurstöðu. Ég tel hinsvegar miðað við síðustu gögn að eitthvað sé í gangi í Torfajökli. Hvort að þetta muni valda eldgosi er ekki hægt að segja til um á þessari stundu. Ef þetta er á leiðinni að valda eldgosi þá er ekki víst að það verði mikil viðvörun en jarðskjálfti með stærðina 3,0 til 4,5. Síðasta eldgos í Torfajökli var árið 1477 (norður af öskjunni) og vegna þess hversu langt það gaus síðast þá er eldgosa hegðun Torfajökuls ekki þekkt. Síðast gaus vestur af öskjunni árið 1170 eða í kringum það ár.