Eldstöðin Reykjanes sett á gulan viðvörunarkóða

Eldstöðin Reykjanes hefur verið sett á gulan viðvörunarkóða. Þetta er útaf mjög snöggri þenslu við fjallið Þorbjörn og í Svartsengi. Á minna en 24 klukkutímum, þá þandist svæðið út um 30mm. Þarna hafa komið fram þensla í fimm skipti áður (samkvæmt frá hjá Morgunblaðinu) síðan árið 2020. Þenslan núna er mun hraðari en fyrri tímabil þegar þensla kom áður fram á þessu svæði.

Gulur þríhyrningur við eldstöðina Reykjanes. Allir aðrir þríhyrningar eru grænir og tákna aðrar eldstöðvar á Íslandi.
Eldstöðin Reykjanes hefur verið sett á gula viðvörun. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þenslan í eldstöðinni Reykjanes skapar þá hættu að núna geta komið fram mjög kröftugir jarðskjálftar á Reykjanesskaga og úti á Reykjaneshrygg á næstu dögum og vikum. Það er áframhaldandi þensla í eldstöðinni Fagradalsfjall sem hefur hvorki stöðvast eða hægst á síðan þenslan hófst þann 25. Október 2023. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos mun hefjast í eldstöðinni Reykjanes en hraðinn á þenslunni bendir til þess að það muni gerast. Staðsetningin er mjög slæm, þar sem þetta er nærri innviðum, bláa lónið er þarna nálægt auk jarðvarma virkjunar og hitaveitu. Eldgos á þessu svæði gæti valdið stórtjóni á innviðum á þessu svæði.

Það eina sem hægt er að gera núna er að bíða og fylgjast með því sem gerist á þessu svæði.

Þensla mælist í eldstöðinni Torfajökli

Veðurstofa Íslands tilkynnti í dag að þensla er farin að mælast í eldstöðinni Torfajökli. Þessi þensla hófst um miðjan Júní samkvæmt mælingum og hefur nú þegar náð 40mm.

Myndin er fjólublá til græn frá vestri til austurs. Í öskju Torfajökuls eru gulir og rauðir litir sem tákna þensluna í öskjunni. Rauður litur sýnir mestu þensluna sem er í miðjunni sem er um 40mm.
Þenslan í Torfajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hversu hratt þetta mun gerast. Þar sem síðasta eldgos í Torfajökli var árið 1477 og það eldgos varð líklega í tengslum við kvikuinnskot frá Bárðarbungu. Síðasta eldgos þar sem Torfajökull gaus án áhrifa frá öðrum eldstöðvum var árið 1170. Eldgos í Torfajökli eru nær alltaf stór sprengigos þar sem öskuskýið rekur undan vindátt.

Aukinn jarðhiti í Öskju

Þetta er stutt grein um stöðuna í Öskju. Ég er að sjá mjög misvísandi upplýsingar um það sem er að gerast núna og því hef ég greinina stutta.

Það virðist sem að jarðhiti og gas sé farið að aukast í og í kringum eldstöðina Öskju vegna þeirrar þenslu sem er þarna að eiga sér stað. Þegar þessi grein er skrifuð, þá virðist þenslan vera í kringum 80mm til 100mm. Þær fréttir sem ég hef séð af svæðinu gefa ekki nógu góða mynd af því sem er að gerast þarna. Vegna þess er ég að takmarka umfjöllun mína um Öskju, þangað til að það er orðið skýrara hvað er að gerast í Öskju.

Það er ráðlegging hjá Veðurstofu Íslands að fólk almennt ferðist ekki í kringum eða nágrenni við Öskju vegna hættu á gasi eða skyndilegs eldgoss. Það er engin sérstök jarðskjálftavirkni sem fylgir þessum breytingum og það gerir mjög erfitt að átta sig á því hvað er að gerast í Öskju. Staðan í Öskju gæti breyst án viðvörunnar, eins og er stundum staðan í þessum eldstöðvum.

Sterkur jarðskjálfti 1,4 km austan við fjallið Keili

Í dag (9. Júlí 2023) klukkan 22:22 varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,2 rétt um 1,4 km austan við fjallið Keili. Þessi jarðskjálfti hristi vel upp í Keili og þyrlaði upp skýi af ryki og drullu. Þessi jarðskjálfti tengist þenslu sem á sér stað sunnan við Keili núna, frekar en að tengjast beint við kvikuhreifingar á þessu svæði.

Grænar stjörnur við Fagradalsfjall og Keili á þessu korti. Mjög mikið af grænum stjörnum og rauðum punktum. Tími á korti er 9. Júlí 2023 klukkan 23:15.
Mikil jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall og Keili. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá hætta á því að það verði fleiri svona stórir jarðskjálftar á þessu svæði þangað til að eldgosið hefst.

Uppfærsla á stöðunni í Fagradalsfjalli þann 7. Júlí 2023 klukkan 14:43

Þetta er mjög stutt grein þar sem eldgos er mögulega á leiðinni. Þegar þessi grein er skrifuð er eldgos ekki hafið.

  • Stærsti jarðskjálftinn síðustu 24 klukkutímana virðist vera með stærðina Mw4,3. Ég næ ekki lengur að fylgjast með jarðskjálftum sem verða vegna fjölda þeirra.
  • Þensla nærri Keili hefur náð 200mm (20sm) á innan við 48 klukkustundum eftir að þessi atburðarrás hófst.
  • Innflæði kviku er í samkvæmt útreikningum í kringum 88m3/s og það er mjög mikið innflæði af kviku sem er að fara um mjög hratt.
Fullt af grænum stjörnum og punktum sem sína minni jarðskjálfta á Reykjanesskaga og við Fagradalsfjall. Þetta eru fleiri punktar en ég get talið.
Mikil jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvar eldgosið mun koma upp. Fækkun jarðskjálfta bendir sterklega til þess að kvikan sé nálægt því að finna sér leið upp á yfirborðið. Samkvæmt mælingum þá er talið að kvikan sé á innan við 1 km dýpi í jarðskorpunni.

Reykjanesskagi er hugsanlega ein stór eldstöð

Það kom fram í fréttum í dag (3. Júlí 2023) að GPS mælingar eru farnar að benda til þess að hugsanlega sé allur Reykjanesskagi eins stór eldstöð en ekki margar eldstöðvar eins og talið hefur verið fram til dagsins í dag. Það kom fram í viðtali á Bylgjunni (tengill hérna fyrir neðan) að hugsanlega er Reykjanesskagi ein eldstöð en ekki margar eldstöðvar eins og talið hefur verið í dag. Þetta er byggt á GPS gögnum sem hefur verið safnað síðustu ár og núna í þeirri þenslu sem hófst í Apríl, þá sést að þenslan nær yfir allan Reykjanesskaga sem ætti ekki að gerast ef þetta væru stök eldfjöll.

Staðan á þenslunni núna er að frá Apríl, þá er þenslan búinn að ná 2,5sm (25mm) og mesta þenslan er í kringum Fagradalsfjall. Það þýðir að líklega verður næsta eldgos í Fagradalsfjalli eða í nágrenni Fagradalsfjalls. Þessi þensla mun einnig valda stórum jarðskjálftum eftir því sem hún eykst á næstu vikum og mánuðum, auk þessara hefðbundnu litlu jarðskjálfta sem hafa verið í gangi síðan í Apríl.

Ég veit ekki hvenær skilgreinunni á Reykjanesi verður breytt. Þar sem þetta krefst mikilla rannsókna og yfirferðar af hálfu jarðvísindamanna á Íslandi. Þetta þýðir einnig að það þarf að gefa út mikið af vísindagreinum sem þurfa að fara í ritrýni.

Frétt Vísir.is

Fólk á suð­vestur­horninu má búa sig undir reglu­lega jarð­skjálfta (Vísir.is)

Jarðskjálfti í Bárðarbungu (21. Febrúar 2023)

Í dag (21. Febrúar 2023) klukkan 08:41 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,9 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálfti verður vegna þess að það er núna þensla í Bárðarbungu eftir að eldgosinu lauk í Holuhrauni árið 2015. Jarðskjálftar með þessa stærð munu eiga sér stað í Bárðarbungu einu sinn til tvisvar á ári þangað til að eldstöðin er tilbúin í næsta eldgos og það mun mjög líklega ekki gerast fyrr en eftir marga áratugi. Það munu koma fram minni jarðskjálftar milli þessara stóru jarðskjálfta. Samkvæmt fréttum, þá fannst þessi jarðskjálfti á Akureyri.

Græn stjarna í eldstöðinni Bárðarbungu í Vatnajökli. Auk rauðra punkta sem sýna minni jarðskjálftana sem eru að eiga sér stað í Bárðarbungu. Það sjást einnig punktar í öðrum eldstöðvum á þessu svæði á Íslandi í formi appelsínugulra punkta og gulra punkta sem eru dreifðir um kortið.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðast var bilið milli eldgosa í Bárðarbungu rétt um 112 ár. Þá var rólegt í Bárðarbungu milli áranna 1902 til ársins 2014. Minnsti tími milli eldgosa í Bárðarbungu virðist vera í kringum 40 ár, en flest eldgos verða í kringum 90 ára til 112 ára mörkin. Þetta er miðað við gögn frá Global Volcanism Program um Bárðarbungu. Það er talsverð óvissa í þessum gögnum, þannig að minnsta tímabil milli eldgosa gæti verið minna en það sem kemur fram.

Ég hef einnig tekið upp að nota staðlaða skilgreiningu á stærðinni á jarðskjálftum eins og hún er útskýrð hérna. Þetta mun einfalda aðeins skrifin hjá mér hérna þegar það kemur að jarðskjálftum. Ég mun íslenska þessi heiti með tímanum.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja

Í dag (12-Október-2022) klukkan 14:18 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 í Krýsuvík-Trölladyngja. Í kjölfarið komu fram minni jarðskjálftar. Þessi jarðskjálftavirkni virðist eiga sér stað vegna þenslu í eldstöðinni Fagradalsfjall og það bendir sterklega til þess að þenslan í Fagradalsfjalli sé að ná brotamörkum á ný. Það er ekki von á eldgosi frá eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja.

Græn stjarna vestan við Kleifarvatn í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Ásamt nokkrum rauðum punktum í kringum grænu stjörnuna. Ásamt fleiri punktum víðsvegar um Reykjanesskaga af jarðskjálftum af mismunandi aldri
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að mjög líklega sé sterkari jarðskjálftavirkni á leiðinni. Það er samt ekki hægt að segja til um það hvenær slík jarðskjálftavirkni mundi hefjast. Þetta hefur verið munstrið síðustu mánuði. Jarðskjálftavirknin hefst með þessum og einn daginn þá hefst mjög stór jarðskjálftahrina á þessu svæði. Hvað gerist núna er að bíða og sjá til hvað gerist næst.

Þensla frá upphafi September í eldstöðinni Trölladyngja-Krýsuvík og í eldstöðinni Reykjanes

Samkvæmt GPS gögnum sem hægt er að skoða hérna fyrir eldstöðina Trölladyngja-Krýsuvík og hérna fyrir eldstöðina Reykjanes. Þá virðist sem að nýtt þenslutímabil hafi hafist í eldstöðinni Trölladyngja-Krýsuvík í upphafi September og er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Mjög lítil jarðskjálftavirkni er í gangi þessa stundina en það hefur verið mikil jarðskjálftavirkni á svæðinu undanfarna mánuði og það getur hafa slakað á spennu á svæðinu. Þessi jarðskjálftavirkni útskýrir einnig einhverja af GPS færslunum sem koma fram. Ég hef takmarkaðan skilning á GPS gögnum og því getur mat mitt á þessum gögnum verið lélegt og rangt.

Það virðist einnig vera þensla í gagni í eldstöðinni Reykjanes og án mikillar jarðskjálftavirkni. Sú þensla virðist hafa verið í gangi síðan í upphafi Ágúst. Það hafa ekki orðið nein eldgos í eldstöðinni Reykjanes á þessum tíma. Jafnvel þó svo að komið hafi fram endurtekin tímabil þenslu, jarðskjálfta og sig í eldstöðinni Reykjanes. Stundum kemur fram kvikuinnskot í kjölfarið á þenslutímabili en það virðist ekki hafa gerst núna.

Ef að þetta þenslutímabil heldur áfram í einu eða báðum eldstöðvum. Þá er mjög líklegt að nýtt jarðskjálftatímabil sé að hefjast á Reykjanesskaga. Hvenær slíkt jarðskjálftatímabil hefst er vonlaust að segja til um. Þar sem nýlegar jarðskjálftahrinur og eldgos hafa breytt jarðskorpunni á svæðinu mjög mikið á undanförnum mánuðum. Kvikuinnskot og kvikan sem er þarna valda því að á svæðum er jarðskorpan að verða mýkri vegna hitans frá kvikunni og það dregur úr jarðskjálftavirkninni hægt og rólega. Frekar en í upphafi eldgosa tímabilsins, þegar jarðskorpan var köld og stökk og brotnaði með meiri látum sem olli meiri jarðskjálftavirkni rétt áður en eldgos átti sér stað.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu hérna með því að leggja inná mig með þessum hérna banka upplýsingum. Takk fyrir stuðninginn. Þar sem styrkir gera mér fært að halda þessari vefsíðu gangandi og vinna þessa vinnu. 🙂

Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Bankabók: 0123-26-010014
Banki: Landsbankinn hf

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 í Kleifarvatni

Í dag (9-Ágúst-2022) klukkan 11:43 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 og varð í Kleifarvatni. Þegar þessi grein er skrifuð, þá hafa ekki orðið neinir fleiri stærri jarðskjálftar á þessu svæði. Í dag hafa verið litlir jarðskjálftar í Krýsuvíkur-Trölladyngju eldstöðvarkerfinu og einnig í Fagradalsfjalli. Eitthvað af þessum jarðskjálftum eru bara brotaskjálftar, þetta á mestu við um jarðskjálfta sem eru að eiga sér stað í Kleifarvatni og austur af Grindavík (ég veit ekki alveg með svæðið vestur af Grindavík). Þetta er vegna þenslu í kvikuganginum sem nær frá Fagradalsfjalli og að Keili. Jarðskjálftavirknin fyrir núverandi eldgos kom einnig af stað stórum hreyfingum á misgengjum á stóru svæði. Hvað það þýðir fyrir mögulegar kvikuhreyfingar á svæðinu er óljóst eins og er.

Rauðir og appelsínugulir punktar við Keifarvatn og við Keili, auk nokkra appelsínugula punkta við Fagradalsfjall
Jarðskjálftavirknin við Kleifarvatn og Fagradalsfjall. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðustu tvo daga hefur ekkert útsýni verið á eldgosið á vefmyndavélum og hefur aðgengi verið lokað að eldgosinu vegna þess að auki. Ég vona að veðrið lagist í kvöld eða á morgun þannig að hægt verði að sjá hvað er að gerast í eldgosinu en það er bara að bíða og sjá. Það hefur einnig verið mikil rigning þarna og ég mæli ekki með því að fólk fari að eldgosinu í þessu veðri. Lögreglan getur einnig sektað fólk sem fer inn á lokaða svæðið. Síðan var svæðinu lokað fyrir börn undir 12 ára aldri. Þar sem fjarlægðin er 7 km í aðra áttina (14 km í heildina) yfir svæði sem er mjög erfitt.