Staðan í Bárðarbungu hefur lítið breyst frá því í gær (15-Október-2014). Stærsti jarðskjálfti dagsins hafði stærðina 5,0 og næst stærsti jarðskjálfti dagsins hafði stærðina 4,6. Aðrir jarðskjálftar hafa verið minni. Það hafa verið fleiri jarðskjálftar í dag miðað við í gær. Enga breytingu er að sjá á eldgosinu í Holuhrauni samkvæmt myndbandi sem er á vefsíðu Rúv og er hægt að skoða hérna. Engar breytingar er að sjá á eldgosinu samkvæmt þessu myndbandi, eins og hefur verið staðan síðustu 1,8 mánuði í þessu eldgosi. Af þessum sökum hef ég ekki neinar frekari fréttir af stöðu mála varðandi eldgosið í Holuhrauni fyrir 16-Október-2014.
Ég mun halda áfram að skrifa um eldvirknina í Bárðarbungu svo lengi sem hún varir. Jafnvel þó svo að það verði næstu 10 árin.