Staðan í Bárðarbungu Mánudaginn 17-Nóvember-2014

Lítið hefur breyst í eldgosinu í Holuhrauni síðan á Föstudaginn. Síðustu fréttir segja að hraunið sé núna 74 ferkílómetrar að stærð. Eldgosið er hinvegar minna núna en þegar það hófst í lok Ágúst-2014, þetta er engu að síður mjög stórt eldgos miðað við það magn hrauns sem er að koma upp í eldgosinu á þessari stundu. Gígurinn er núna í kringum 60 metra hár samkvæmt síðustu mælingu, það er möguleiki að það sé að hrynja úr gígnum þar sem ég hef einnig heyrt tölur um að gígurinn hafi verið í kringum 100 metra hár. Gígurinn er að mestu leiti gerður úr lausum efnum á núna, það veldur því að gígbarmurinn er óstöðugur og líklega hrynur reglulega úr honum. Megun vegna brennisteinsdíoxíði er ennþá mikið vandamál og mun verða það allan þann tíma sem eldgos varir í Holuhrauni.

bardarbunga.mila.webcamera.svd.17.11.2014.14.32.utc
Eldgosið í Holuhrauni í dag (17-Nóvember-2014) klukkan 14:32. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Mílu.

141117_1820
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutíma. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er með mjög svipuðum hætti í Bárðarbungu núna og hefur verið undanfarna þrjá mánuði. Stærsti jarðskjálftinn um helgina var með stærðina 5,4 og varð á Sunnudaginn (16-Nóvember-2014). Mjög mikil jarðskjálftavirkni er í Bárðarbungu stundum, en það dregur alltaf úr jarðskjálftavirkni eftir stóra jarðskjálfta (jarðskjálfta stærri en 5,0) í nokkra klukkutíma. Þessi hegðun í eldstöðinni virðist vera eðlileg. Sigið í Bárðarbungu er ennþá með svipuðu sniði og áður, en samkvæmt fréttum þá er farið að draga úr sigi í miðju öskjunnar þar sem mesta sigið var áður.

Nýtt myndband Rúv af eldgosinu

Enn ólgandi eldur í Holuhrauni – myndband
(Rúv.is)

Annað: Ég hef fjarlægt stuðning við farsíma frá þessari vefsíðu. Þar sem viðbótin sem sá um það var orðin gömul og ekki uppfærð lengur. Af þeim sökum var umrædd viðbót orðin öryggishætta og af þessum sökum fjarlægði ég hana.