Staðan í Bárðarbungu Föstudaginn 14-Nóvember-2014

Þetta verður mjög stutt grein um stöðu mála í Bárðarbungu.

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með svipuðum hætti og undanfarið, það er mjög lítil eða enga breytingu á sjá á eldgosinu samkvæmt síðustu fréttum. Kraftur eldgossins er sá sami eða mjög svipaður og hefur verið undanfarið. Stærð hraunsins er núna í kringum 74 ferkílómetrar að stærð. Hæð gígsins er núna í kringum 100 metrar þar sem hann stendur hæst. Slæmt veður hefur hinsvegar komið í veg fyrir að það sjáist almennilega til eldgossins á síðustu dögum.

141114_1815
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutíma. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn síðasta sólarhringinn var jarðskjálfti með stærðina 5,4. Hinsvegar hefur ekki orðið nein stór breyting á jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðan á Miðvikudaginn. Sig öskjunnar í Bárðarbungu er ennþá með svipuðum hætti samkvæmt síðustu fréttum, hugsanlegt er þó að aðeins hafi dregið úr hraða sigsins, en ég veit ekki hvort að það hefur breyst aftur til fyrra horfs. Annars eru ekki neinar aðrar fréttir af stöðu mála í Holuhrauni og Bárðarbungu.