Lítil jarðskjálftavirkni á Íslandi undanfarið

Undanfarið hefur verið mjög lítil jarðskjálftavirkni á Íslandi. Það er svo rólegt að jarðskjálftar mælast stundum ekki klukkutímum saman á mælaneti Veðurstofu Íslands. Ég veit ekki hversu lengi þessi rólegheit munu vara í jarðskjálftum á Íslandi. Það er hefur hinsvegar verið mjög rólegt á Íslandi allt árið 2013, en það er óvíst hversu lengi það mun vara. Þessi rólegu tímabil gerast oft á Atlantshafshryggnum, ég veit hinsvegar ekki afhverju þetta gerist og hversu lengi þessi rólegheit munu vara. Síðan hefur verið stormasamt á Íslandi undanfarið og hefur það dregið úr möguleikum á því að mæla litla jarðskjálfta sem eiga sér oftast stað á Íslandi. Árið 2013 er það rólegasta sem ég man eftir og hef ég verið að fylgjast með jarðskjálftum síðan árið 1994, eða frá því að ég var 14 ára gamall.

Þeir sem vilja styrkja mig er beint á þennan þessa hérna síðu fyrir frekari upplýsingar um hvernig það er hægt. Takk fyrir stuðninginn.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Esjufjöllum

Í dag (27-Nóvember-2013) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Esjufjöllum. Jarðskjálftanhrinan var bara þrír jarðskjálftar. Það er möguleiki á frekar virkni í Esjufjöllum á næstunni.

131127_2225
Jarðskjálftavirknin í Esjufjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 1,8 og var á dýpinu 4,5 km. Síðasta eldgos í Esjufjöllum átti sér líklega stað árið 1927 en það hefur ekki verið staðfest ennþá af jarðfræðingum.

Minniháttar jarðskjálftahrina nærri Hjörleifshöfða í eldstöðvarkerfi Kötlu

Í dag (17-Nóvember-2013) klukkan 06:21 hófst minniháttar jarðskjálftahrina nærri Hjörleifshöfða á Mýrdalssandi. Þessari jarðskjálftahrinu lauk klukkan 07:09. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,8 og dýpið í kringum 18 km. Þessi jarðskjálftahrina bendir til þess að þarna hafi átt sér kvikuinnskot á dýpi. Það er þó ekki ljóst hvort að þetta táknar einhverja breytingu í hegðun Kötlu, það er ólíklegt að þetta sé undanfari frekari virkni í Kötlu.

131117_1815
Jarðskjálftavirknin nærri Hjörleifshöfða í eldstöðvarkerfi Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hjörleifshöfði sjálfur er líklega myndaður í eldgosi fyrir einhverjum þúsundum árum síðan. Þó hef ég ekki nánari upplýsingar um hann. Þó er talið að þetta hafi verið eyja áður en eldgos í Kötlu breytti því fyrir löngu síðan. Hægt er að skoða Hjörleifshöfða úr fjarlægð með Google Maps og Street View hérna.

Jarðskjálfti 15 km norðan við Kolbeinsey

Í dag (15-Nóvember-2013) klukkan 05:32 varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 rúmlega 15 km norðan við Kolbeinsey. Dýpið á þessum jarðskjálfta varð 3,9 km samkvæmt Veðurstofu Íslands. Vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu er möguleiki á því að stærð og dýpi jarðskjálftans sé ekki mjög nákvæmt.

131115_1620
Jarðskjálftinn fyrir norðan Kolbeinsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vegna fjarlægðar er erfitt að átta sig á því hvað er að gerast þarna. Hinsvegar hefur engin órói ennþá mælst frá Kolbeinsey og það er ekkert sem bendir til þess að þarna sé eldgos hafið eins og stendur. Þessi jarðskjálfti kom vel fram á jarðskjálftamælanetinu mínu, á jarðskjálftamælastöðinni í Böðvarshólum. Hægt er að skoða jarðskjálftamælavefsíðuna mína hérna.

Minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í dag (04-Nóvember-2013) klukkan 04:03 varð minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,2 og dýpið 12,2 km.

Jarðskjáftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjáftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinur eru algengar á þessu svæði og þarna hafa orðið jarðskjálftahrinur síðustu vikur. Það eru engar vísbendingar um að þarna sé að fara hefjast eldgos og ekkert bendir til þess að það sé raunin. Stærsti jarðskjálftinn sem varð þarna kom vel fram á jarðskjálftamælunum hjá mér og er hægt að sjá jarðskjálftann hérna (næstu 24 klukkutímana) á jarðskjálftamæla-vefsíðunni sem ég er með.

Jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli

Minniháttar jarðskjálftavirkni hefur haldið áfram í Eyjafjallajökli síðan hún hófst í síðustu viku. Þetta eru mjög litlir jarðskjálftar og hefur enginn þeirra náð stærðinni 1,0 ennþá. Þessi jarðskjálftavirkni er einnig mjög grunn, eða á innan við 5 km dýpi. Ég veit ekki ennþá hvað er að valda þessari jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli og ekki er víst að ég muni komast nokkurntímann að því.

131016_2345
Jarðskjálftavirknin í Eyjafjallajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er engin hætta á eldgosi í Eyjafjallajökli. Þar sem engin ný kvika er að flæða inn í eldfjallið eins og er. Hægt er að fylgjast með Eyjafjallajökli hérna (jonfr.com) og hérna (livefromiceland.is)

Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga

Í dag (13-Október-2013) klukkkan 01:11 hófst jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga. Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil í upphafi þangað til klukkan 07:34 þegar jarðskjálfti með stærðina 4,8 átti sér stað. Sá jarðskjálfti fannst mjög víða, samkvæmt fréttum allt frá Vík í Mýrdal til Hólmavíkur á Ströndum. Talsverð eftirskjálftavirkni hefur átt sér stað í kjölfarið á stærsta jarðskjálftanum. Undan stærsta jarðskjálftanum voru tveir jarðskjálftar með stærðina 3,4 og síðan 3,5 með upptök á svipuðum slóðum. Ekki hefur verið tilkynnt um neinar skemmdir samkvæmt fréttum í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.

131013_1415
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir sáust mjög vel á jarðskjálftamæla-netinu mínu og er hægt að skoða jarðskjálftana hérna á jarðskjálftamæla-vefsíðunni sem ég er með.

131013.073300.ebiz.psn
Jarðskjálftinn sem mældist með stærðina 4,8. Þessi jarðskjálftamælastöð er á Eyrarbakka og útslagið var mest þar eins og sést, þar sem útslagið er meira en hæsta útslag jarðskjálftamælisins. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi. Nánari upplýsingar er að finna á CC leyfi síðunni.

131013.073300.hkbz.psn
Stærsti jarðskjálftinn á Reykjanesskaga á jarðskjálftamælum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi. Nánari upplýsingar er að finna á CC leyfi síðunni.

131013.073300.bhrz.psn
Stærsti jarðskjálftinn á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi. Nánari upplýsingar er að finna á CC leyfi síðunni.

131013.073300.sktz.psn
Stærsti jarðskjálftinn á jarðskjálftamælinum í Skeiðflöt. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi. Nánari upplýsingar er að finna á CC leyfi síðunni.

Það er ekki hægt að segja til um það hvernig þessi jarðskjálftahrina mun þróast á næstu klukkutímum. Undanfarna klukkutíma hefur dregið úr jarðskjálftavirkni en það er engu að síður hætta á því að jarðskjálftavirknin taki sig upp aftur og aukist á ný. Þetta svæði á Reykjanesskaganum er þekkt fyrir slíka tegund af virkni, það er þó ekki víst að slíkt muni gerast en það er hætta á því. Eins og stendur er ekkert sem bendir til þess að þarna sé kvika á ferðinni og engin hætta á eldgosi eins og stendur. Sú staða gæti breyst en mér þykir það ólíklegt eins og staðan er núna.

Jarðskjálftahrina í Eyjafjallajökli

Í dag (10-Október-2013) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Eyjafjallajökli. Þetta var mjög lítil jarðskjálftahrina og enginn jarðskjálftinn náði stærðinni 2,0. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,0 og á dýpinu 4,3 km. Það hafa ekki komið fram nein merki þess að eldgos sé að fara hefjast í Eyjafjallajökli, og það hafa heldur ekki komið fram nein merki þess að ný kvika sé farin að streyma inn í Eyjafjallajökul. Hugsanlegt er að þetta sé gömul kvika sem er á ferðinni hérna, það er þó erfitt að vera viss um það eins og er. Ef þetta er gömul kvika og ef þetta nær upp á yfirborðið þá verða í mesta lagi sprengingar. Það er hinsvegar ekkert víst að slíkt muni gerast og ekkert bendir til þess eins og er að slíkt sé að fara gerast.

131010_1940
Jarðskjálftahrinan í Eyjafjallajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ástæða þess að svona litlir jarðskjálftar mælast núna í Eyjafjallajökli er sú að SIL mælanetið er orðið mun þéttara í kringum Eyjafjallajökli en var fyrir eldgosið árið 2010. Það þýðir að mun minni jarðskjálftar eru að mælast núna en árið 2010. Á þessari stundu eru þetta ekkert nema jarðskjálftar og ég reikna ekki með neinum frekari atburðum í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu. Það gæti þó breyst með skömmum fyrirvara ef frekari breytingar verða á Eyjafjallajökli á næstunni.

Eldgosið árið 2010.
Eldgosið árið 1821 – 1823.

Áhugaverð jarðskjálftavirkni í Hamrinum

Undanfarna daga hefur verið áhugaverð jarðskjálftavirkni í Hamrinum, sem er eldstöð í Vatnajökli. Jarðskjálftarnir eiga sér stað á tveim sprungum sem virðast hafa stefnuna austur-vestur. Líklega er um að ræða sprungu í eldstöðinni með þessa stefnu, það hefur þó ekki verið ennþá staðfest. Ég veit ekki afhverju þetta er að gerast, en í dag (07-September-2013) mældi ég jarðskjálfta frá Hamrinum og þessi jarðskjálfti sýnist mér hafa merki þess að um væri að ræða jarðskjálfta sem á uppruna sinn í kvikuhreyfingum inni í eldstöðinni Hamrinum. Það hefur þó ekki ennþá verið staðfest og ekki er víst að það verði nokkurntímann staðfest. Stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina 2,2 og var á dýpinu 4,5 km.

130907_2100
Jarðskjálftavirkni í Hamrinum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos sem átti sér stað í Hamrinum átti sér stað þann 11 til 12-Júlí-2011. Það eldgos var minniháttar og fjallaði ég um það hérna (á ensku) og hérna (á ensku). Jarðskjálftavirknin í dag er á sama svæði og það gaus árið 2011. Undanfarin að því eldgosi var talsverð jarðskjálftavirkni í Hamrinum mánuðina og hugsanlega árin þar á undan. Ég veit ekki hvort að núverandi jarðskjálftavirkni mun enda í eldgosi eða ekki, þar sem ekki er hægt að spá fyrir um slík að svo stöddu. Hinsvegar er ekki hægt að útiloka slíkt eins og stendur. Það besta sem er hægt að gera er að fylgjast með stöðu mála í Hamrinum og sjá hvort að einhverjar frekari breytingar muni eiga sér stað í Hamrinum.

Áhugaverður órói á jarðskjálftamælum í kringum Vatnajökul

Síðustu klukkutíma hefur verið áhugaverð óróavirkni á tveim sil stöðvum (sem stendur) í kringum Vatnajökul. Upptök þessar óróavirkni er óþekkt eins og stendur og það er ekki víst að það komi í ljós afhverju þessi virkni stafar. Þetta gæti verið vegna þess að jökuflóð frá Skaftárkötlum er hafið eða að hefjast eða þetta gæti verið eitthvað annað sem ég veit ekki hvað er ennþá. Upptök þessara óróapúlsa eru óþekkt eins og stendur og í versta tilfelli mun ekki koma í ljós hvaðan þessi órói kemur innan Vatnajökuls. Hinsvegar vonast ég til þess að á næstu klukkutímum komi í ljós hvað er að valda þessum óróapúlsum í Vatnajökli.

skr.svd.02-September-2013.22.00.utc
Óróapúlsinn á Skrokköldu sil stöðinni. Óróapúlsinn er á endanum á óróaplottinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

jok.svd.02-September-2013.22.01.utc
Óróapúlsinn á Jökulsel sil stöðinni. Óróapúlsinn er á endanum á óróaplottinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og ég segi að ofan, þá eru upptök þessa óróapúlsa ekki þekkt þessa stundina. Þetta gæti verið vegna slæms veðurs á svæðinu, umferðar (ólíklegt vegna slæms veðurs á svæðinu) eða útaf einhverju sem er óþekkt á þessari stundu. Eins og stendur þá virðist sem að þessi órói komi ekki frá kvikuhreyfingu, þar sem lítil orka er í þessum óróapúlsum á tíðninni 0.5 til 1 Hz, þó er kvika þekkt til þess að vera með háan óróa þessari tíðini, það er þó frekar sjaldgæft þó svo að ekki sé hægt að útiloka slíkt eins og er.

Það besta sem hægt er að gera eins og er að vakta þessa virkni og sjá hvað gerist og sjá hvort að það séu einhverjar breytingar að eiga sér stað á öðrum nálægum sil stöðvum. Eins og stendur þá reikna ég ekki með breytingu á þessu, þó svo að ekki sé hægt að útiloka það eins og er. Hættan á jökulflóði frá Skaftárkötlum er ennþá til staðar á svæðinu. Ég veit ekki hvort að þessir óróapúlsar tengjast Skaftárkötlum eða ekki á þessari stundu.