Staða mála við Sundhnúka / Kálffellsheiði / Reykjanes eldstöðina / Fagradalsfjall / Grindavík kvikuinnskotið

Þessi grein er með stutta uppfærslu á því sem er að gerast. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar mjög hratt og án nokkurs fyrirvara.

  • Kvikuinnskotið er núna orðið 15 km langt samkvæmt síðustu mælingu. Það er möguleiki á því að kvikuinnskotið sé að stækka í bæði norð-austur og síðan suður-vestur. Það er ennþá mjög mikil jarðskjálftavirkni í gangi.
  • Þensla á svæðinu er í kringum 120 sm og jafnvel meiri síðan þetta hófst í gær (10. Nóvember 2023).
  • Kvikuinnskotið nær núna út í sjó og sá hluti sem er út í sjó er um 3 til 5 km. Á grunnsævi mun verða sprengigos þegar eldgos hefst í einhverja klukkutíma til daga.
  • Kvikan er núna kominn á 800 metra dýpi þar sem hún stendur grynnst. Það þýðir þó ekki að eldgos hefjist á þeim stað.
  • Eldgosið mun hefjast án viðvörunnar. Þar sem Veðurstofan hefur sagt frá því að vegna jarðskjálftavirkni þá getur hún ekki greint gosóróa þegar hann hefst vegna mikillar jarðskjálftavirkni á svæðinu.
  • Það er núna mikil hætta á stórum jarðskjálfta bæði austan og vestan við kvikuinnskotið á næstu dögum og vikum. Þetta er vegna þeirrar færslu sem kvikuinnskotið hefur búið til á svæðinu.
  • Vegagerðin hefur sett inn á Facebook myndir hérna af tjóni á vegum innan Grindavíkur. Þetta tjón er vegna þess að jörðin er að síga í sundur vegna jarðskjálfta og þenslu.
Rauð lína sem sýnir kvikuinnskotið á korti frá Veðurstofunni. Þessi lína liggur frá Kálffellsheiði og suður í sjó suður-vestur af Grindavík.
Kvikuinnskotið eins og það er við Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að vita hvað gerist næst en þetta eldgos verður hvorki lítið eða ferðamannavænt.

Mikið af grænum stjörnum á Reykjanesskaga við Grindavík.
Mikil jarðskjálftavirkni við Grindavík síðustu 48 klukkutímana. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég mun setja inn uppfærslur þegar ég veit meira um stöðu mála.

Kvikuinnskot hefur náð undir eða er að ná undir Grindavík, skyldurýming hefur verið fyrirskipuð

Þetta er stutt grein. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar á mjög skömmum tíma.

  • Rýming hefur verið fyrirskipuð í Grindavík. Allir eiga að yfirgefa Grindavík eftir tvo tíma (miðað við frá klukkan 23:00) samkvæmt skipun Almannavarna. Margir hafa yfirgefið Grindavík í dag vegna mjög mikillar jarðskjálftavirkni á svæðinu í dag (10. Nóvember 2023).
  • Kvikuinnskot hefur náð undir eða er að ná undir Grindavík. Þetta þýðir að kvikuinnskotið er um 4 til 7 km langt miðað við þar sem það byrjar norðan við Grindavík.
  • Það er ennþá mjög mikil jarðskjálftavirkni. Það hefur þó dregið úr jarðskjálftavirkninni frá því um klukkan 18:00 þegar jarðskjálftavirknin var sem mest.
  • GPS gögn benda til þess að þarna sé meiri kvika á ferðinni en í öllum þremur síðustu eldgosum samanlagt.
  • Það er hugsanlegt að kvikan sé frá eldstöðinni Fagradalsfjalli. Þetta er eingöngu hugmynd eins og er. Það þýðir að kvikan sem er að koma upp í eldstöðinni Reykjanes (Svartsengi) er ekki ennþá farin af stað. Það gæti gerst án mikillar viðvörunnar einnig.

Ég mun setja inn frekari upplýsingar þegar ég get og hef nýjar upplýsingar. Það er mikið að gerast og staða mála óljóst. Það er einnig mikið af rangfærslum þarna úti. Athugið með heimildir.

Veðurstofan staðfestir að kvikan sé farin að stíga upp til yfirborðs

Veðurstofan er búinn að staðfesta að hún sé farin að sjá á mælum hjá sér að kvika sé farin að rísa upp til yfirborðs á því svæði við Sundahnjúka. Þetta virðist ekki vera tengt kvikuinnskotinu sem er núna að eiga sér stað við Svartsengi (eldstöðin Reykjanes) og kvikuinnskotið þar. Það er einnig óljóst hversu mikil kvika er þarna á ferðinni og hvaða eldstöð er að fara af stað þegar þessi grein er skrifuð. Það er einnig ekkert sem tengir þessa virkni við eldstöðina Fagradalsfjall. Það mun taka smá tíma að fá svör við þessum spurningum þegar eldgos er hafið.

Það eru smá breytingar á jarðskjálftavirkni og tengist það því þegar kvikan fer í gegnum mýkri jarðlög og þá dregur úr jarðskjálftavirkni. Þetta gerist vegna þess að kvikan fer í gegnum mismunandi jarðlög sem eru öll jafn hörð upp á yfirborðið. Mýkri jarðlög eru ástæða þess að það dregur úr jarðskjálftum tímabundið. Þegar kvikan fer í gegnum harðari jarðlög, þá koma stórir jarðskjálftar fram. Það er að mestu ekki hægt að segja til um það hvernig jarðlög kvikan er að fara í gengum á leið sinni upp til yfirborðs. Þetta hinsvegar sést á jarðskjálftavirkninni.

Ég set inn nýrri upplýsingar eftir því sem ég get.

Hættustig lýst yfir fyrir eldstöðina Reykjanes og Grindavík

Þetta er stutt grein. Þar sem það er of mikið að gerast núna til þess að koma með eitthvað upplýsandi.

  • Það er mjög þétt jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes sem er norður-vestur af Grindavík. Það er einnig jarðskjálftahrina norð-austur af Grindavík.
  • Almannavarnir hafa lýst yfir hættustigi fyrir eldstöðina Reykjanes og síðan Grindavík.
  • Það er mjög mikið um stóra jarðskjálfta núna. Það er vonlaust að koma með einhverjar nothæfar tölur eins og er.
Mjög þétt jarðskjálftavirkni á forriti sem heitir WinSDR.
Mjög þétt jarðskjálftavirkni í 187 km fjarlægð frá Reykjanes eldstöðinni.

Þetta er það sem ég er að mæla í rúmlega 187 km fjarlægð. Þetta er þéttasta jarðskjálftavirkni sem ég hef nokkurntímann séð hjá mér.

Ég mun setja inn uppfærslu þegar ég hef eitthvað nothæft til þess að setja inn.

Kvikuhreyfingar við fjallið Þorbjörn í morgun

Í dag (31. Október 2023) um klukkan 08:00 í morgun, þá hófst kvikuhreyfing við fjallið Þorbjörn. Það olli jarðskjálfta með stærðina Mw3,7. Það virðist sem að kvikan sé núna á dýpinu 1,5 km, þar sem kvikan er hvað grynnst. Fyrir nokkrum dögum síðan, þá var þessi kvika á dýpinu um 5 til 8 km dýpi. Þessi kvika er því búinn að rísa mjög hratt á þessu svæði, það bendir til þess að þrýstingur sé meiri miðað við kvikuna sem hefur gosið í Fagradalsfjalli. Aukinn þrýstingur gæti valdið stærra eldgosi þegar það hefst. Þenslan sem er við suðurhluta Fagradalsfjalls er ennþá til staðar og það hefur ekkert dregið úr þeirri þenslu. Það eina sem hefur dregið úr er jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Jarðskjálftavirknin hefur færst til vestari hluta Fagradalsfjalls. Það ætti ekki að útiloka það að eldgos gæti einnig orðið í Fagradalsfjalli á sama tíma. Atburðarrásin við fjallið Þorbjörn gæti hinsvegar seinkað þeirri atburðarrás við Fagradalsfjall.

Rauðir punktar og grænar stjörnur við fjallið Þorbjörn og einnig vestan af því fjalli. Það eru einnig bláir punktar við Reykjanestá eftir jarðskjálftahrinu þar.
Jarðskjálftahrinan við Þorbjörn og vestan við það fjall. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um það hvað gerist næst í þessu. Eldgos er hinsvegar mjög líklegt en hvar og hvenær er ekki hægt að segja til um en GPS gögn gefa ágæta vísbendingu um hugsanlegar staðsetningar. Staðan núna er mjög flókin og erfitt að segja til um hvað gerist í eldstöðinni Reykjanes og síðan í eldstöðinni Fagradalsfjall.

Ég mun setja inn nýjar upplýsingar um leið og ég veit eitthvað. Ég er búinn að setja saman lista af vefmyndavélum á YouTube síðunni sem ég setti upp fyrir nokkru síðan.

Eldstöðin Reykjanes sett á gulan viðvörunarkóða

Eldstöðin Reykjanes hefur verið sett á gulan viðvörunarkóða. Þetta er útaf mjög snöggri þenslu við fjallið Þorbjörn og í Svartsengi. Á minna en 24 klukkutímum, þá þandist svæðið út um 30mm. Þarna hafa komið fram þensla í fimm skipti áður (samkvæmt frá hjá Morgunblaðinu) síðan árið 2020. Þenslan núna er mun hraðari en fyrri tímabil þegar þensla kom áður fram á þessu svæði.

Gulur þríhyrningur við eldstöðina Reykjanes. Allir aðrir þríhyrningar eru grænir og tákna aðrar eldstöðvar á Íslandi.
Eldstöðin Reykjanes hefur verið sett á gula viðvörun. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þenslan í eldstöðinni Reykjanes skapar þá hættu að núna geta komið fram mjög kröftugir jarðskjálftar á Reykjanesskaga og úti á Reykjaneshrygg á næstu dögum og vikum. Það er áframhaldandi þensla í eldstöðinni Fagradalsfjall sem hefur hvorki stöðvast eða hægst á síðan þenslan hófst þann 25. Október 2023. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos mun hefjast í eldstöðinni Reykjanes en hraðinn á þenslunni bendir til þess að það muni gerast. Staðsetningin er mjög slæm, þar sem þetta er nærri innviðum, bláa lónið er þarna nálægt auk jarðvarma virkjunar og hitaveitu. Eldgos á þessu svæði gæti valdið stórtjóni á innviðum á þessu svæði.

Það eina sem hægt er að gera núna er að bíða og fylgjast með því sem gerist á þessu svæði.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes (ennþá í gangi)

Í dag (27. September 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Þegar þessi grein er skrifuð eru stærstu jarðskjálftarnir með stærðina Mw3,3 og Mw3,1.

Græn stjarna í eldstöðinni Reykjanes og síðan er einnig græn stjarna við Reykjanestá sem er á svipuðu svæði. Þarna eru einnig rauðir punktar sem sýna minni jarðskjálfta þarna.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ástæða þessara jarðskjálfta og jarðskjálftahrinu virðist vera kvikuhreyfing eða kvikuinnskot á þessu svæði. Ég veit ekki hvort að þetta mun valda eldgosi þarna á þessu svæði, þar sem þessi jarðskjálftavirkni virðist vera of lítil fyrir slíkan atburð. Það gæti breyst án fyrirvara eins og gerist oft með eldstöðvar. Þetta er hinsvegar mjög virkt tímabil þarna og hvað mun gerast er óljóst eins og er.

Jarðskjálftahrina nærri Geirfugladrangi

Í gær (11. September 2023) varð jarðskjálftahrina nærri eyjunni Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg. Stærstu jarðskjálftanir í þessari hrinu voru með stærðina Mw3,4. Aðrir jarðskjálftar voru með stærðina Mw3,2 og Mw3,0. Síðan voru aðrir jarðskjálftar minni að stærð samkvæmt Veðurstofu Íslands. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá óyfirfarin og því gætu jarðskjálftastærðir breyst þegar það gerist.

Grænar stjörnur úti á Reykjaneshrygg ásamt gulum punktum sem sýnir minni jarðskjáfltana sem þarna urðu.
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessir jarðskjálftar fundust ekki. Þar sem þessi jarðskjálftahrina varð talsvert frá landi og því langt frá ströndinni og næstu byggð.

Jarðskjálfti í eldstöðinni Reykjanes

Í dag (1. September 2023) klukkan 17:55 þá varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í eldstöðinni Reykjanes. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálfti fannst, þar sem upptökin eru talsvert út í sjó og það er slæmt veður á svæðinu núna. Það hafa komið nokkrir minni jarðskjálftar í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.

Græn stjarna við Reykjanestá úti í sjó talsvert frá landi. Nokkrir rauðir punktar við Reykjanestá sem sýnir minni jarðskjálftavirknina á svæðinu.
Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óveður á þessu svæði núna sem dregur mjög mikið úr næmni fyrir litlum jarðskjálftum á þessu svæði. Hvort að þessi jarðskjálftahrina sé ennþá í gangi þegar óveðrið er gengið yfir verður bara að koma í ljós.

Kröftug jarðskjálftahrina við Geirfugladrang á Reykjaneshrygg

Í gær (13. Ágúst 2023) varð kröftug jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg við Geirfugladrang. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw4,5 og fannst á Akranesi samkvæmt Veðurstofu Íslands. Það er hugsanlegt að þessi jarðskjálfti hafi fundist víðar án þess að tilkynnt hafi verið um það. Það urðu í kringum 400 jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu þegar hún var sem virkust í gær.

Fullt af grænum stjörnum á Reykjaneshrygg við Geirfugladrang. Þetta er talsvert frá landi og úti í sjó. Þarna er einnig fullt af gulum punktum sem sýnir aldur þessara jarðskjálfta. Þarna sjást einnig aðrir jarðskjálftar á Reykjanesskaga sem eru bláir og appelsínugulir í öðrum eldstöðvum á því svæði.
Jarðskjálftavirknin við Geirfugladrang á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan virðist ennþá vera í gangi. Þó svo að mjög hafi dregið úr jarðskjálftavirkninni á þessu svæði þessa stundina. Það eru vísbendingar um það að þarna sé kvika á ferðinni, þó er mjög erfitt að segja til um það þar sem þetta svæði er út í sjó og því lengra sem svæði eru frá landi, því erfiðara verður að fylgjast með því sem er að gerast með mælingum. Samkvæmt Veðurstofu Íslands, þá mun eldgos á þessu svæði koma fram á óróamælum Veðurstofu Íslands.