Óstaðfest eldgos í Bárðarbungu

Þessar upplýsingar munu verða úreltar mjög fljótt.

Alla síðustu viku (viku 33) þá hefur minniháttar jarðskjálftahrina átt sér stað í Bárðarbungu. Alla vikuna hefur þessi jarðskjálftahrina verið í gangi en hefur verið frekar lítil og enginn stór jarðskjálfti átt sér stað. Í nótt um klukkan 02:20 hófst órói í Bárðarbungu, um klukkan 03:30 hófst síðan jarðskjálftahrinan sem stendur ennþá. Stærstu jarðskjálftarnir hafa náð stærð í kringum 3,0. Dýpi þessara jarðskjálfta er í kringum 5 til 10 km. Síðustu klukkutíma hefur jarðskjálftahrinan færst til í Bárðarbungu og er núna austar en jarðskjálftahrinan sem hefur varað alla vikuna. Samkvæmt fréttum Rúv þá er jökulinn á þessu svæði í kringum 700 metra þykkur, þannig að það mun þurfa stórt eldgos til þess að það komist upp úr jöklum sem þarna er til staðar. Þetta þýðir einnig að mikil hætta er á flóði í jökulám á þessu svæði vegna þessar virkni.

140816.040416.hkbz.psn
Stærsti jarðskjálftinn í nótt sem kom fram á jarðskjálftamælinum mínum. Þessi mynd er undir CC leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

140816_1145
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu klukkan 11:45. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

dyn.svd.16.08.2014.12.01.utc
Óróinn í Báðarbungu á Dyngjuhálsi. Þessi SIL stöð er næst upptökum óróans í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

von.svd.16.08.2014.12.02.utc
Óróinn í Bárðarbungu á Vonaskarð SIL stöðinni. Þessi SIL stöð er önnur næsta SIL stöðin við upptök óróans í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og stendur þá er þessi óróavirkni í Bárðarbungu ekki alveg stöðug og það eru minniháttar sveiflur sem eru að eiga sér stað. Fyrir utan þessa litlu sveiflur þá virðist virkin vera mjög stöðug. Miðað við óróann sem er að koma fram og hversu langt hann nær þá virðist þetta ekki vera stórt atburður (óstaðfest eldgos), en það gæti breyst án fyrirvara. Ég býst við stórum jarðskjálfta áður en stórt eldgos hæfist í Bárðarbungu. Það sem virðist hafa gerst er að kvikuinnskot komst upp á yfirborðið og við það hófst lítið eldgos sem er ennþá í gangi.

Ég mun setja inn nýjar upplýsingar um stöðu mála eftir því sem nýjar upplýsingar koma fram. Staða mála gæti breyst án fyrirvara og snögglega.

Jarðskjálftar í Þórðarhyrnu, Bárðarbungu og Kverkfjöllum

Í dag (3-Júní-2014) hefur verið mikið um smáskjálfta í Þórðarhyrnu, Bárðarbungu og Kverkfjöllum. Þessi smáskjálftavirkni er eðlileg og það er ekkert sérstakt að fara að gerast í þessum eldfjöllum sýnist mér.

140603_1615
Jarðskjálftavirknin í Vatnajökli í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þórðarhyrna

Þórðarhyrna (engar upplýsingar um eldstöðina er að finna á internetinu. Hjá GVP er eldstöðin undir Grímsvötnum) hefur verið að hafa áhugaverða jarðskjálftavirkni undanfarna daga. Þessi jarðskjálftavirkni gæti hafa verið lengur í gangi án þess að nokkur yrði hennar var. Ástæðan fyrir því að þessi jarðskjálftavirkni er áhugaverð er sú staðreynd að þarna verða ekki oft jarðskjálftar. Síðasta eldgos í Þórðarhyrnu átti sér stað árið 1902 og var í tengslum við eldgos í Grímsfjalli, þar sem oft gýs á sama tíma í Þórðarhyrnu og Grímsfjalli.

Bárðarbunga

Minniháttar jarðskjálftavirkni hefur verið í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni hefur verið á svæði þar sem kvikuinnskot átti sér stað fyrir nokkru síðan. Eins og stendur er þetta bara minniháttar jarðskjálftavirkni sem ekki er þörf á að hafa áhyggjur af.

Kverkfjöll

Minniháttar jarðskjálftavirkni hefur átt sér stað í Kverkfjöllum núna í dag. Venjulega eru ekki jarðskjálftar í Kverkfjöllum, hinsvegar hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast undanfarna mánuði og er þessi jarðskjálftavirkni í dag hluti af því ferli. Það er hinsvegar ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara að hefjast í Kverkfjöllum eins og staðan er í dag. Í dag er allt rólegt þrátt og líklegt að það verði mjög rólegt í langan tíma í viðbót í Kverkfjöllum. Síðasta eldgos í Kverkfjöllum var árið 1968 samkvæmt GVP gögnum.

Styrkir: Ef fólk kaupir af Amazon í gegnum auglýsinganar hérna þá styrkir það mína vinnu. Ég fæ 5 til 10% af hverri seldri vöru í tekjur þegar fólk kaupir í gegnum auglýsinganar hérna. Þeir sem vilja styrkja mig beint er þá eru upplýsingar um hvernig er hægt að gera það að finna hérna. Takk fyrir stuðninginn.

Ný jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Þann 20-Maí-2014 hófst jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftahrina var frekar lítil og var stærsti jarðskjálftinn með stærðina 2,8 samkvæmt yfirförnum niðurstöðum Veðurstofu Íslands.

140521_2220
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina virðist stafa af kvikuinnskoti í Bárðarbungu. Það er ekki víst að þessi jarðskjálftavirkni muni valda eldgosi í Bárðarbungu og þessi virkni þýðir ekki að þarna sé að fara gjósa. Reikna má með frekari jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu á næstu dögum og vikum.

Jarðskjálfti með stærðina 3,7 í Bárðarbungu

Í dag (16-Maí-2014) klukkan 14:41 varð jarðskjálfti með stærðina 3,7 í Bárðarbungu. Í kringum 20 eftirskjálftar komu í kjölfarið á aðal jarðskjálftanum, eins og stendur þá er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara hefjast í Bárðarbungu. Svona jarðskjálftahrinur eru algengir í Bárðarbungu.

140516_2125
Jarðskjálftinn í Bárðarbungu er þar sem græna stjarnan er til staðar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140516.144100.hkbz.psn
Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Nánari upplýsingar er að finna á CC Leyfi síðunni.

Stærsti eftirskjálftinn samkvæmt sjálfvirkri úrvinnslu hafði stærðina 2,6 en samkvæmt yfirförnum niðurstöðum þá var stærsti jarðskjálftinn með stærðina 2,5. Þær niðurstöður gætu hinsvegar breyst þegar farið er frekar yfir þær á næstu dögum. Búast má við frekari jarðskjálftum á þessu svæði og að þarna verði jafnvel að þarna verði jarðskjálftar sem verða jafnvel stærri en sá sem varð í dag.

Styrkir: Ég minni fólk að styrkja mig ef það getur. Það hjálpar mér við að halda úr þessari vefsíðu ásamt fleiru (ekkert er ókeypis). Nánari upplýsingar hérna. Ef fólk er að kaupa frá Amazon og gerir það í gegnum mig þá fæ ég frá 5% til 10% af söluverðinu í tekjur af hverri sölu. Takk fyrir stuðninginn.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í gær (26-Apríl-2014) og í dag (27-Apríl-2014) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Bárðarbungu (texti á ensku). Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálftahrina varð vegna kvikuinnskots eða hefðbundinna jarðskjálfta sem oft eiga sér stað á þessu svæði.

140427_1400
Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta svæði í Bárðarbungu er þekkt fyrir mikla jarðskjálftavirkni. Ef þarna átti kvikuinnskot sér stað þá aukast ekki líkunar á því að eldgos muni eiga sér stað í Bárðarbungu. Þar sem kvikuinnskot eru algeng í íslenskum eldfjöllum eins og öðrum eldfjöllum.

Minniháttar kvikuinnskot í Báðarbungu – Hamarinn eldstöðvanar

Í gær (02-September-2013) átti sér stað minniháttar kvikuinnskot í Báðarbungu – Hamarinn eldstöðvanar. Þetta var lítið kvikuinnskot og stóð stutt yfir og olli minniháttar óróa á nærliggjandi sil stöðvum. Stærsti jarðskjálftinn sem fylgdi þessu kvikuinnskoti var 2,8 og með dýpið 14 km, sá jarðskjálfti sem kom á eftir þessum var með stærðina 2,1 og dýpið 15,5 km. Einn annar minni jarðskjálfti kom síðan í kjölfarið á þeim jarðskjálfta.

130903_1920
Jarðskjálftanir í Hamarinn – Báðarbunga eldstöðvunum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Kvikuinnskot eru algeng á þessu svæði, þó svo að fjöldi þeirra sé breytilegur milli ára. Sum ár hafa mörg kvikuinnskot á þessu svæði, á meðan önnur ár eru fá til engin kvikuinnskot á þessu svæði. Kvikuinnskot þýðir ekki að eldgos sé yfirvofandi, kvikuinnskot þýðir bara að kvika var að færa sig til á dýpi og ekki er hægt að segja til um þýðingu þess til framtíðar.

Nýtt kvikuinnskot í Bárðarbungu

Áhugaverð jarðskjálftavirkni heldur áfram í Bárðarbungu og það virðist sem að nýtt kvikuinnskot hafi átt sér stað í Bárðarbungu síðustu daga. Áhugaverð jarðskjálftavirkni hefur einnig átt sér stað í eldstöðinni Hamrinum undanfarið. Þetta kvikuinnskot mun líklega ekki enda með eldgosi, þetta er hugsanlega vísbending um aukna virkni í Bárðarbungu í framtíðinni.

130620_2105
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Hamarinum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur einnig verið jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Hamrinum og í nágrenni hans. Ég veit ekki hvort að þetta tengist virkinni sem á sér stað núna í Bárðarbungu. Mér þykir það ólíklegt að það sé raunin, þó er ekki hægt að útiloka það eins og er. Það er óljóst hvort að þessi nýja virkni í Hamrinum er vegna þéttara mælanets í kringum Vatnajökul eða hvort að þetta er raunverulega ný virkni í Hamrinum. Síðasta eldgos í Hamrinum átti sér stað í Júlí 2011 og er hægt að lesa um það eldgos hérna. Það er þess virði að hafa augu með virkninni í Hamrinum, þar sem þessi eldstöð hefur sýnt sig að hún er óútreiknanleg með öllu, það virðist einnig að kvika sér mjög grunnt í eldstöðinni nú þegar.

Minniháttar jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Kötlu

Það hefur verið minniháttar jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Kötlu undanfarið. Þessi bloggfærsla er bara stutt yfirlit yfir þessa virkni.

Bárðarbunga

Minniháttar kvikuinnskot átt sér stað í Bárðarbungu þann 16-Júní-2013. Þetta kvikuinnskot olli minniháttar jarðskjálftarhrinu í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftin var með stærðina 1,2 og mesta dýpið í þessari jarðskjálftahrinu var 24,3 km. Þannig að þetta var líklegast kvikuinnskot sem þarna var á ferðinni.

130618_1835
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Katla

Það hefur verið minniháttar jarðskjálftavirkni í Kötlu undanfarna daga. Þessi jarðskjálftavirkni þýðir líklega ekki neitt sem stendur, þessi virkni er líklega tengd minnkun jökulfargs á eldstöðinni Kötlu yfir sumarið. Djúpir jarðskjálftar hafa átt sér stað undanfarið í Kötlu, það er óvíst hvort að þeir tákna eitthvað á þessari stundu. Þarna á sér stað líklega minniháttar kvikuinnskot í Kötlu djúpt í eldstöðinni. Hinsvegar eru kvikuinnskot algeng í Kötlu án þess að þau valdi eldgosi.

130618_1835
Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Annars er mjög rólegt á Íslandi og engin sérstök virkni að eiga sér stað á þessari stundu.

Jarðskjálftavirkni í Heklu, Kötlu, Krísuvík og Bárðarbungu

Það að styrkja mig um 10€ (evrur) hjálpar mér að reka þetta blogg. Þar sem ég er eingöngu á örorkubótum og þær duga varla fyrir öllum útgjöldum hjá mér þannig að ég geti lifað af yfir mánuðinn.

Eldstöðvanar Hekla og Katla

Ég ætla mér að skrifa bæði um Heklu og Kötlu hérna. Þar sem ég nota hvort sem er sömu mynd fyrir báðar eldstöðvanar.

Í gær (26.04.2013) varð jarðskjálfti með stærðina 1,1 í eldstöðinni Heklu. Þessi jarðskjálfti varð á sama stað og jarðskjálftahrina í Heklu fyrir páska sem varð til þess að almannavarnir lýstu yfir óvissuástandi vegna Heklu. Óvissustigi vegna Heklu var síðar aflýst þegar ekkert meira gerðist.

130427_1730
Jarðskjálfti í eldstöðinni Heklu. Einnig á þessari mynd eru jarðskjálftar í Kötlu sem ég skrifar frekar um héðan fyrir neðan. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í eldstöðinni Kötlu hafa nokkrir jarðskjálfar átt sér stað undanfarið. Hingað til hafa þetta bara verið smáskjálftar sem hafa mælst. Þessir jarðskjálftar eru hinsvegar á svæði þar sem smágos átti sér stað sumarið 2011. Það smáeldgos olli jökulflóði sem tók af brúna við Múlakvísl og lokaði þessum hluta hringvegarins um tíma.

Þessa stundina er þessi virkni ekkert sem þarf að hafa áhyggjur af. Það er hinsvegar nauðsynlegt að fylgjast með þessari virkni. Í því tilfelli ef hún eykst. Sérstaklega ef það verður einnig breyting í Kötlu í kjölfarið á slíkri jarðskjálftavirkni.

Krísuvík

Minniháttar jarðskjálftahrina átti sér stað í Krísuvík í dag (27.04.2013). Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,9 og dýpið var í kringum 8,6 km. Jarðskjálftavirkni á þessu svæði er mjög algeng og það virðist ekkert sérstakt við þessa jarðskjálftahrinu. Hinsvegar hafa tímabil þenslu og samdráttar átt sér stað í Krísuvík á síðustu þrem árum. Jarðskjálftahrinur virðast frekar eiga sér stað í Krísuvík þegar eldstöðin er að þenjast út. Frekar en þegar það dregur úr þenslu í eldstöðinni í Krísuvík. Ég veit ekki hvort að þensla á sér stað núna í Krísuvík þessa stundina.

130427_1730
Jarðskjálftavirkni í Krísuvík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Bárðarbunga

Minniháttar jarðskjálftahrina átti sér stað í Bárðarbungu núna í dag (27.04.2013). Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,3 og dýpið var frá 18,8 til 11,1 km. Það er margt sem bendir til þess að upptök þessar jarðskjálftahrinu sé að finna í kvikuinnskoti. Sérstaklega þar sem að jarðskjálftahrina á svipuðum stað fyrir nokkrum vikum síðan var líklega einnig kvikuinnskot í Bárðarbungu.

130427_1730
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu. Þetta var líklega jarðskjálftahrina vegna kvikuinnskots í eldstöðina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það að minniháttar kvikuinnskot sé að eiga sér stað í Bárðarbungu þýðir ekki að eldstöðin muni gjósa. Hinsvegar gæti þetta þýtt aukna virkni í framtíðinni í Bárðarbungu. Þó er alveg eins líklegt að ekkert meira gerist í Bárðarbungu. Það er engin leið til þess að vita hvort verður raunin í Bárðarbungu eins og er.

Að öðru leiti hefur verið frekar rólegt á Íslandi síðustu vikur. Enda hafa engir stórir jarðskjálftar átt sér stað á Íslandi síðustu tvær vikunar, sérstaklega eftir að það dró úr jarðskjálftavirknni á Tjörnesbrotabeltinu.

Minniháttar kvikuinnskot í Bárðarbungu

Í gær (05.04.2013) varð minniháttar kvikuinnskot í eldstöðina Bárðarbungu. Þessu kvikuinnskoti fylgdu nokkrir minniháttar jarðskjálftar. Dýpi þessara jarðskjálfta var frá 18 til 26 km. Enginn þeirra jarðskjálfta sem varð náði stærðinni 1,0.

130405_2140
Jarðskjálftanir í Bárðarbungu eru appelsínugulir og sína vel hvar kvikuinnskotið átti sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Kvikuinnskot eiga sér stundum stað í Bárðarbungu. Án þess þó að þau þýði að þar muni gjósa fljótlega. Eins og er raunin núna í tilfelli þessa kvikuinnskots í Bárðarbungu.