Þensla frá upphafi September í eldstöðinni Trölladyngja-Krýsuvík og í eldstöðinni Reykjanes

Samkvæmt GPS gögnum sem hægt er að skoða hérna fyrir eldstöðina Trölladyngja-Krýsuvík og hérna fyrir eldstöðina Reykjanes. Þá virðist sem að nýtt þenslutímabil hafi hafist í eldstöðinni Trölladyngja-Krýsuvík í upphafi September og er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Mjög lítil jarðskjálftavirkni er í gangi þessa stundina en það hefur verið mikil jarðskjálftavirkni á svæðinu undanfarna mánuði og það getur hafa slakað á spennu á svæðinu. Þessi jarðskjálftavirkni útskýrir einnig einhverja af GPS færslunum sem koma fram. Ég hef takmarkaðan skilning á GPS gögnum og því getur mat mitt á þessum gögnum verið lélegt og rangt.

Það virðist einnig vera þensla í gagni í eldstöðinni Reykjanes og án mikillar jarðskjálftavirkni. Sú þensla virðist hafa verið í gangi síðan í upphafi Ágúst. Það hafa ekki orðið nein eldgos í eldstöðinni Reykjanes á þessum tíma. Jafnvel þó svo að komið hafi fram endurtekin tímabil þenslu, jarðskjálfta og sig í eldstöðinni Reykjanes. Stundum kemur fram kvikuinnskot í kjölfarið á þenslutímabili en það virðist ekki hafa gerst núna.

Ef að þetta þenslutímabil heldur áfram í einu eða báðum eldstöðvum. Þá er mjög líklegt að nýtt jarðskjálftatímabil sé að hefjast á Reykjanesskaga. Hvenær slíkt jarðskjálftatímabil hefst er vonlaust að segja til um. Þar sem nýlegar jarðskjálftahrinur og eldgos hafa breytt jarðskorpunni á svæðinu mjög mikið á undanförnum mánuðum. Kvikuinnskot og kvikan sem er þarna valda því að á svæðum er jarðskorpan að verða mýkri vegna hitans frá kvikunni og það dregur úr jarðskjálftavirkninni hægt og rólega. Frekar en í upphafi eldgosa tímabilsins, þegar jarðskorpan var köld og stökk og brotnaði með meiri látum sem olli meiri jarðskjálftavirkni rétt áður en eldgos átti sér stað.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu hérna með því að leggja inná mig með þessum hérna banka upplýsingum. Takk fyrir stuðninginn. Þar sem styrkir gera mér fært að halda þessari vefsíðu gangandi og vinna þessa vinnu. 🙂

Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Bankabók: 0123-26-010014
Banki: Landsbankinn hf

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 í eldstöðinni Reykjanes

Þetta er stutt grein.

Í nótt (20-Ágúst-2022) klukkan 05:45 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 í eldstöðinni Reykjanes. Þetta er hluti af stærra ferli í þessari eldstöð. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær það endar í eldgosi.

Græn stjarna við Reykjanesstá auk blárra og gulra punkta sem sýnir eldri jarðskjálfta á svæðinu
Jarðskjálfti í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki að þetta boði nýja jarðskjálftavirkni þar sem eldgosið í Meradölum er að enda. Staðan er mjög flókin þar sem nokkur eldfjöll eru orðin virk á Reykjanesskaga.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli í Meradölum þann 12-Ágúst-2022

Þetta er stutt grein um stöðuna um eldgosið í Fagradalsfjalli í Meradölum. Það er yfirleitt ekki mikið um fréttir í svona hrauneldgosum eftir því sem líður á.

  • Hraunflæði er núna í kringum 15m3/sek samkvæmt síðustu fréttum. Þetta er meira en þegar eldgosið í Geldingadölum á síðasta ári var í gangi.
  • Eldgosið virðist hafa fyllt upp dalinn sem það byrjaði í. Dýpt hraunsins virðist vera í kringum 10 til 30 metrar eftir staðsetningum.
  • Það hefur myndast gígur að einhverju leiti. Hrauntjörnin sem er þarna að hluta til hefur komið í veg fyrir að fullur gígur hafi myndast eins og er. Þetta gæti breyst eftir því sem líður á eldgosið.
  • Hraunflæði er bæði í norður og suðurátt. Hraunið sem flæðir í norður fer í lítinn dal sem er þar og hefur væntanlega fyllt þann dal upp alveg núna. Þetta er lengri leið fyrir hraunflæðið.
  • Það er hætta á því að vegur 427 (Suðurstrandavegur) lokist ef að hraunflæðið nær þangað eftir nokkrar vikur.
  • Það hafa komið fram jarðskjálftahrinur af litlum jarðskjálftum við eldgosið, kvikuganginn og nágrenni. Ástæðan fyrir þessu er óljós.
  • Ég hef séð mikla kviku koma upp úr gígnum í kvikustrókum síðustu klukkutíma á vefmyndavélum. Þetta er ennþá óstaðfest en ég hef séð þetta á vefmyndavélum.

Ég held að þetta sé allt saman. Ég reikna með að næsta uppfærsla verði þann 19-Ágúst 2022. Ef eitthvað mikið gerist, þá mun ég setja inn uppfærslu fyrr.

Jarðskjálfti með stærðina Mw4,1 vestan við Kleifarvatn

Í dag (7-Ágúst-2022) klukkan 11:52 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,1 vestan við Kleifarvatn. Þessi jarðskjálfti fannst í Reykjavík.

Græn stjarna vestan við Kleifarvatn ásamt rauðum og appelsínugulum punktum sem sýna jarðskjálftana sem hafa verið þar í dag (rauðir) og fyrir nokkrum klukkutímum síðan (appelsínugulir)
Jarðskjálftavirknin vestan við Kleifarvatn. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er áframhaldandi á þessu svæði. Það er möguleiki að þetta séu brotajarðskjálftar vegna spennubreytinga vegna eldgossins í Meradölum. Það er hinsvegar óljóst að mínu áliti.

Eldstöðin Reykjanes

Klukkan 10:52 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 í eldstöðinni Reykjanes vestan við Grindavík. Það er ekki víst að þetta sé jarðskjálfti vegna spennubreytinga sem koma í kjölfarið á eldgosinu í Meradölum. Eldstöðin Reykjanes mun gjósa einn daginn og þar sem eldstöðin fer út í sjó, þá getur slíkt eldgos orðið út í sjó og myndað þar eyju eða orðið á landi. Hvernig það eldgos verður er að bíða og sjá hvað gerist.

Eldgosið í Meradölum

Nýjustu fréttir af stöðu mála af eldgosinu í Meradölum segja að núna sé kominn púls virkni í stærsta gíginn og það bendir sterklega til þess að gamla kvikan sem er þarna að gjósa núna sé að verða búinn. Þegar sú kvika klárast, þá verður hugsanlega stutt hlé á eldgosinu og síðan mun nýtt og stærra eldgos hefjast þegar nýja kvikan fer að gjósa þarna og á stærra svæði í Fagradalsfjalli. Hvenær og hvernig þetta gerist er ekki hægt að segja til um og það þarf bara að bíða eftir því hvað gerist næst.

Lítil jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes

Í morgun (12-Júlí-2022) varð lítil jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes. Það urðu um 30 jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu og fannst stærsti jarðskjálftinn. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,3 og Mw3,4. Seinni jarðskjálftinn fannst í byggð næst upptökum jarðskjálftanna.

Tvær grænar stjörnur ofan á hverri annari nærri Reykjanestánni í eldstöðinni Reykjanes. Rauðir punktar sem sýna nýrri og minni jarðskjálfta í kringum grænu stjörnunar.
Jarðskjálftavirkni á Reykjanesinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur verið frekar rólegt á Reykjanesinu síðustu mánuði. Það er alltaf minniháttar jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga vegna kviku og virkni sem tengist henni. Það hefur verið lítið um stóra jarðskjálfta á Reykjanesinu undanfarna mánuði. Ég veit ekki afhverju það er staðan. Gögn frá GPS mælum sýna að það hefur orðið lítil breyting þarna síðustu mánuði. Það útskýrir að einhverju leiti minni jarðskjálftavirkni á Reykjanesinu. Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftahrina boði breytingar á stöðu mála en það er eitthvað sem nauðsynlegt er að fylgjast með. Það hefjast ekki öll eldgos með stórum jarðskjálftahrinum.

Sterkur jarðskjálfti norð-vestur af Grindavík

Aðfaranótt 14-Júní-2022 varð jarðskjálfti með stæðina Mw3,9 norð-vestur af Grindavík, þetta er vestan við fjallið Þorbjörn. Þessi jarðskjálfti fannst á öllu Reykjanesinu. Þetta er einnig sterkasti jarðskjálftinn á þessu svæði síðan 15-Maí-2022.

Græn stjarna noður af Grindavík sýnir staðsetningu stærsta jarðskjálftans. Þarna eru einnig minni jarðskjálftar sem eru merktir sem gulir og bláir punktar á Reykjanesskaga
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga og norð-vestan við Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í kjölfarið á stærsta jarðskjálftanum kom fram talsverð eftirskjálftavirkni, þar voru stærstu eftirskjáfltanir með stærðina Mw2,1 til Mw2,9. Þessi jarðskjálfti varð á því svæði þar sem hefur myndast kvikuinnskot samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Þegar þessi grein er skrifuð, þá eru ekki nein augljós merki um það að eldgos sé að fara að hefjast á þessu svæði.

– Þessi grein er aðeins styttri en venjulega. Þar sem ég er á takmörkuðu interneti þegar það kemur að gagnamangi sem ég get notað.

Sterkur jarðskjálfti á Reykjaneshrygg þann 26-Maí-2022

Á Fimmtudeginum þann 26. Maí 2022 klukkan 20:11 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5. Ég held að þessi jarðskjálfti hafi fundist í bæjarfélögum næst upptökum hans. Þessi jarðskjálfti var einnig út í sjó, talsverða fjarlægð frá landi.

Græn stjarna smá frá landi á korti Veðurstofunnar. Fullt af minni jarðskjálftum frá grænu stjörunni og upp Reykjanesrhygg sem sýnir minni jarðskjálfta
Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti er hugsanlega hluti af þeirri jarðskjálftavirkni sem er núna í gangi á Reykjaneshrygg og Reykjanesskaga. Það er mun erfiðara að vita hvað er að gerast út í sjó en upp á landi.

Vegna þess að ég er að flytja til Danmerkur. Þá munu greinar næstu daga tefjast aðeins.

Kröftugur jarðskjálfti í morgun við Grindavík

Í dag (23-Maí-2022) klukkan 07:14 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 norð-austur af Grindavík. Þessi jarðskjálfti fannst í Grindavík og Reykjavík. Þessi jarðskjálfti varð á svæði sem er að þenjast út eða á jaðri svæðis sem er að þenjast út.

Græn stjarna norð-austur af Grindavík og síðan grænar stjörnur norð-vestur af Grindavík auk appelsínugulra punkta sem sýnir minni jarðskjálfta sem hafa orðið við Grindavík
Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga við Grindavík síðustu 48 klukkutímana. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt frétt hjá Veðurstofunni þá hefur þenslan við fjallið Þorbjörn náð núna 45mm. Ég veit ekki hversu mikla þenslu jarðskorpan þolir á þessu svæði áður en eldgos hefst á svæðinu. Eldgos á þessu svæði mun líklega hefjast með því að nokkrir gígar munu opnast og síðan mun eldgosið færast yfir í einn gíg sem mun gjósa þangað til að eldgosið endar.

Jarðskjálftahrina norður af Grindavík vekur fólk af svefni

Í dag (22-Maí-2022) klukkan 09:53 og 09:57 urðu jarðskjálftar með stærðina Mw3,5 og Mw3,6. Þessir jarðskjálftar voru norð-vestur af Grindavík og fundust vel í bænum og samkvæmt fréttum, vöktu fólk upp af svefni.

Tvær grænar stjörnur norð-vestur af Grindavík sem sýnir stærstu jarðskjálftana. Önnur græn stjarna beint norður af Grindavík. Talsvert af rauðum punktum og appelsínugulum sem sýna minni jarðskjálfta á svæðinu
Jarðskjálftavirkni við Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru engin merki um að farið sé að draga úr jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Jarðskjálftavirknin kemur hinsvegar í bylgjum samkvæmt Veðurstofu Íslands. Það þýðir að það eru tímabil mikillar jarðskjálftavirkni og síðan lítillar jarðskjálftavirkni. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er tímabil lítillar jarðskjálftavirkni í gangi.

Jarðskjálftavirkni eykst á ný við Reykjanestá

Í dag (20-Maí-2022) um klukkan 18:00 þá jókst jarðskjálftavirkni aftur við Reykjanestá eftir að þar hafði verið rólegt í nokkra daga. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi og staðan breytist stöðugt. Þessi grein verður því styttri vegna þess.

Grænar stjörnur útaf ströndinni við Reykjanestá auk fjölda af rauðum punktum sem tákna minni jarðskjálfta. Græn stjarna er einnig norðan við Grindavík á kortinu
Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg og síðan á Reykjanesi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina Mw3,8 og fannst í Grindavík og öðrum nálægum bæjum á Reykjanesskaga. Annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,5. Jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 varð fyrir norðan Grindavík og fannst í bænum.