Meiri jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í gær (24-Júlí-2021) og í dag (25-Júlí-2021) hefur verið aukning í jarðskjálftavirkni í Kötlu. Það er ekki ljóst hvað er að valda þessari aukningu á jarðskjálftum í Kötlu. Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa komið fram voru með stærðina Mw2,6.

Jarðskjálftavirknin í Kötlu er merkt með rauðum punkti, síðan gulum punktum sem ná frá suður hluta öskju Kötlu og norður með og síðan til austurs innan öskjunnar.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Einn af þeim möguleikum sem gæti hafa komið þessari jarðskjálftavirkni af stað er ef að katlar innan Mýrdalsjökuls hafa verið að tæma sig af vatni og þá fellur þrýstingur hratt sem kemur af stað jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Ég veit ekki hvort að það hefur verið það sem gerðist núna. Það hinsvegar tekur vatnið úr kötlum Mýrdalsjökuls nokkra klukkutíma að ná niður í jökulár á svæðinu ef þetta er það sem gerðist. Það hefur ekki orðið nein breyting á óróa á jarðskjálftamælum í kringum Kötlu í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni.

Jarðskjálftavirkni í Kötlu

Frá 22-Júlí-2021 hefur verið jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Þessi jarðskjálftavirkni hefur að mestu leiti verið í austur hluta öskju Kötlu og stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst var með stærðina Mw3,0.

Jarðskjálftavirknin í Kötlu í austari hluta öskjunnar sýndir með rauðum punktum á korti frá Veðurstofu Íslands. Til vesturs er á kortinu minni jarðskjálftahrina sem einnig varð í öskju Kötlu.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur ekki orðið nein breyting á óróanum í Kötlu í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni sem bendir sterklega til þess að hérna sé eingöngu um að ræða venjulega jarðskjálftavirkni sem tengist sumrinu. Jarðskjálftavirkni er einnig of lítil til þess að hérna sé um virkni sem bendir til hættu af eldgosi. Það gæti þó breyst ef jarðskjálftavirknin breytist og verður stærri.

Djúpir jarðskjálftar í Kötlu

Aðfaranóttina að 11-Apríl-2021 urðu djúpir jarðskjálftar í Kötlu. Dýpi þessara jarðskjálfta var frá 22,1 km til 24,5 km.

Djúpir jarðskjálftar í Kötlu sem ná frá austri til vestur.
Jarðskjálftar í Kötlu á miklu dýpi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Allir þeir jarðskjálftar sem komu fram voru minni en Mw1,0 að stærð. Snemma í morgun voru litlir jarðskjálftar sem voru ofar í jarðskorpunni í Kötlu en sú jarðskjálftavirkni tengist líklega ekki þessum djúpu jarðskjálftum sem áttu sér stað. Þessari jarðskjálftavirkni er lokið og ég reikna ekki með því að þarna gerist eitthvað meira.

Djúpir jarðskjálftar suð-austur af Kötlu

Í gær (5-Apríl-2021) urðu nokkrir djúpir jarðskjálftar suð-austur af Kötlu. Samkvæmt Veðurstofu Íslands (Kristín á twitter) þá urðu síðast jarðskjálftar þarna fyrir átta árum síðan.

Mýrdalsjökull sem þekur eldstöðina Kötlu og síðan er smá hópur af jarðskjálftum langt suð-austur af Kötlu við ströndina
Jarðskjálftavirknin suð-austur af Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni þarna hefur aldrei komið af stað eldgosi á sögulegum tíma. Þessir jarðskjálftar voru að mestu leiti á 19 km dýpi og stærð þessara jarðskjálfta var frá Mw0,7 til Mw1,0.

Jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í gær klukkan 23:31 (16-Janúar-2021) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í eldstöðinni Kötlu. Síðasti jarðskjálfti með þessari stærð varð í Nóvember 2020. Engir frekari jarðskjálftar hafa komið fram síðan þessari jarðskjálfti varð.

Jarðskjálfti í norð-austur hluta öskju Kötlu jarðskjálftinn er með græna stjörnu á kortinu. Litlir jarðskjálftar í kringum grænu stjörnuna.
Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Græna stjarnan sýnir staðsetningu stærsta jarðskjálftans. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur verið aðeins meiri jarðskjálftavirkni í Desember 2020 og síðan í Janúar 2021. Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos verði í Kötlu á næstu vikum eða mánuðum. Jarðskjálftavirknin í Kötlu er of lítil miðað við fyrri reynslu af virkni í Kötlu (smágos í Kötlu í Júlí 2011). Ég reikna ekki með neinum breytingum í virkni í Kötlu næstu vikum eða mánuðum. Það gæti ekkert gerst í ár og það væri fullkomnilega eðlilegt fyrir þessa eldstöð.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag (27-Desember-2020) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Þetta var minniháttar jarðskjálftahrina með samtals átta jarðskjálftum. Þetta er aðeins óvenjuleg jarðskjálftavirkni miðað við árstíma þar sem Katla er oftast róleg á þessum árstíma.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw2,9 en allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Ég reikna ekki með frekari virkni í Kötlu en það gæti breyst án fyrirvara þar sem þetta er virk eldstöð.

Tveir jarðskjálftar í Kötlu

Í dag (22-Nóvember-2020) urðu tveir jarðskjálftar í Kötlu. Annar jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1 klukkan 11:08 en síðari jarðskjálftinn var með stærðina Mw1,2 klukkan 13:31.


Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Núverandi jarðskjálftavirkni í Kötlu er undir venjulegri jarðskjálftavirkni í eldstöðinni á þessum árstíma. Það hefur verið mjög rólegt í Kötlu í allt ár og engar líkur á því að það fari að breytast.

Styrkir

Þeir sem vilja og hafa möguleika á því geta styrkt mína vinnu með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag (3-September-2020) varð lítil jarðskjálftahrina í Kötlu og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1 en það komu einnig í kjölfarið nokkrir minni jarðskjálftar. Engin breyting varð á óróa í kjölfarið á þessum jarðskjálftum.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur verið mjög rólegt í Kötlu allt sumarið 2020 og það er ekki að sjá neina breytingu í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni í dag í Kötlu. Síðan klukkan 15:53 hefur allt verið rólegt í Kötlu. Þessari jarðskjálftavirkni virðist vera lokið.

Jarðskjálftavirkni í Kötlu í gærmorgun (27-Júlí-2020)

Í gærmorgun (27-Júlí-2020) varð jarðskjálftavirkni í Kötlu. Þetta var hefðbundin jarðskjálftavirkni í Kötlu á grunnu dýpi.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,4 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,8 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Það varð engin breyting á óróa fyrir eða eftir að þessir jarðskjálftar áttu sér stað. Þessir jarðskjálftar hafa verið tengdir við að katlar í Mýrdalsjökli hafa verið að tæmast í sumar. Það gerist mjög oft á sumrin.

Jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í nótt þann 23-Júlí-2020 klukkan 05:36 varð jarðskjálfti í eldstöðinni Kötlu með stærðina Mw3,3. Það hefur ekki orðið nein breyting á óróa í kjölfarið á þessum jarðskjálfta og það þýðir að kvikan hefur ekki farið af stað í kjölfarið á jarðskjálftanum. Á þeim klukkutímum sem síðan þessir jarðskjálfti átti sér stað hefur ekki orðið nein breyting á óróa í Kötlu.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar sem höfðu orðið fyrr um nóttina voru með stærðina Mw2,7 og Mw2,4. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Ég reikna ekki með að neitt meira gerist og að eldstöðin Katla verður bara róleg.