Þetta er ekki uppfærsla á stöðunni í Bárðarbungu. Fyrir síðustu stöðu mála vinsamlegast athugið greinina frá því á Miðvikudaginn 12-Nóvember-2014.
Virkni í Bárðarbungu fyrir 16-Ágúst-2014
Virkni í Bárðarbungu fyrir 16-Ágúst-2014 var virkni sem byggðist á reglulegum jarðskjálftahrinum og kvikuinnskotum. Þetta var álitin hefðbundin hegðun í Bárðarbungu. Það verður að athuga hvort að þetta hafi hugsanlega verið langtímamerki þess að eldgos væri að fara að hefjast í Bárðarbungu. Jarðskjálftahrinur voru einnig mjög algengar í Dyngjuhálsi og þar urðu oft jarðskjálftar stærri en 3,0.
Nítján vikum fyrir 16-Ágúst-2014
Fyrir rétt rúmlega nítján vikum fyrir 16-Ágúst-2014 virðist sem að ákveðnum þrýstipunkti hafi verið náð innan Bárðarbungu. Fyrir nítján vikum síðan virðist sem að þrýstingur hafi farið að aukast innan í Bárðarbungu, þessi breyting breytti þeirri jarðskjálftavirkni sem var í Bárðarbungu, þessi breytta jarðskjálftavirkni varði þangað til 16-Ágústu-2014 þegar kvikan loksins braust úr kvikuhólfinu og hóf að leita upp á yfirborðið. Breytingin á jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu sést vel milli viku 15 og viku 16 og vikunum þar á eftir.
Þær breytingar sem eru að eiga sér stað í Bárðarbungu núna
Núna er Bárðarbungu að síga og eins og staðan er í dag þá mun hrun öskjunnar ekki eiga sér stað. Askja Bárðarbungu heldur áfram að síga eins og hún hefur verið að gera í nærri því þrjá mánuði núna. Mér sýnist að kvikan sem núna er að gjósa í Holuhrauni sé að einhverju leiti frá kvikuinnskotum í Bárðarbungu eða frá sillum (kallað sill á ensku) innan í Bárðarbungu. Á meðan sjálft kvikuinnskotið sem er að gjósa í Holuhrauni á upphaf sitt á 5 – 8 km dýpi í sjálfu kvikuhólfi Bárðarbungu. Það virðist sem að kvikan sé að lækka inn í eldstöðunni vegna þess að kvikuinnskotið er að minnka þrýstingin efst í Bárðarbungu (þetta eru aðalega getgátur hjá mér og eru hugsanlega rangar). Það er hinsvegar einnig kvika sem er að stíga upp Bárðarbungu af miklu dýpi í jarðskorpunni, ásamt þeirri kviku sem kvikuinnskotið (sem nær til Holuhrauns og veldur eldgosi þar) er að draga úr eldstöðinni á þessari stundu. Þessi atburðarrás er að leiða til jarðskjálfta í Bárðarbungu og þetta þýðir að líklega mun eldgosið í Holuhrauni halda áfram marga mánuði í viðbót. Hættan á jarðskjálftum sem eru stærri en 5,7 er einnig til staðar í Bárðarbungu núna, vegna þessar lækkunar sem er að eiga sér stað.
Rekið sem hófst nærri Bárðarbungu
Það virðist sem að Bárðarbunga hafi komið af stað reki í austra eldgosabeltinu á Íslandi. Það þýðir að eldgos geta haldið áfram á þessu svæði í meira en áratug. Það þýðir einnig að fleiri eldgos á sprungum munu eiga sér stað á þessu svæði á meðan rekið á sér stað. Eldgos munu eiga sér bæði undir Vatnajökli og á jökulausum svæðum (eins og eldgosið í Holuhrauni).
Hvað gerist næst?
Það er engin leið til þess að vera viss um hvað gerist næst í Bárðarbungu þar sem þetta er fyrsta eldgosið sem hægt hefur verið að fylgjast með mælitækjum. Eftir því sem eldgosið verður lengra því skýrari og betri mynd mun fást af því hvað er að gerast. Á þessari stundu eru Almannavarnir að undirbúa sig fyrir hugsanlegt eldgos undir jökli með tilheyrandi skemmdum á mannvirkjum og samgöngum. Þar sem rek mun hefjast einn daginn sunnan við Bárðarbungu, hvenær slíkt gæti gerst er ekki hægt að spá til um, þar sem staðan er flókari sunnan við Bárðarbungu heldur en norðan við hana. Það munar mestu um eldstöðina sem kallast Hamarinn (eða Loki-Fögrufjöll). Það er ljóst að Bárðarbungu mun koma af stað eldgosi í þeirri eldstöð einn daginn án viðvörunar. Hvenær slíkt gæti gerst er ekki hægt að segja til um og það er alltaf tilfellið með eldstöðvar og hugsanleg eldgos í þeim.