Uppfærsla á stöðunni á jarðskjálftavirkninni við Eldey og Eldeyjarboða þann 7. Júlí 2023 klukkan 13:56

Þetta er stutt grein. Þar sem það er mikið að gerast.

  • Stærsti jarðskjálftinn síðustu 24 klukkutímana var með stærðina Mw4,5 við Eldey.
  • Þessi jarðskjálftahrina lítur út fyrir að vera kvikuinnskot. Þar sem þetta svæði er út í sjó, þá er hinsvegar ekki hægt að vera viss.
  • Það er erfitt að vita hvort að þarna verði eldgos. Ef að eldgos verður. Þá verða áhrifin líklega takmörkuð útaf dýpi sjávar.
Mikið af grænum stjörnum á Reykjaneshrygg og síðan á Reykjanesskaga. Það er mikil virkni á Reykjanesinu og Reykjaneshrygg núna og það sýnir sig í fullt af punktum á kortinu.
Mikil jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg og Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ólíklegt að mínu áliti að þessir jarðskjálftar tengist virkninni vegna þenslu í Fagradalsfjalli. Þeir jarðskjálftar eru yfirleitt mun nærri Fagradalsfjalli en þessi virkni. Það er ekki hægt að útiloka það en er mjög ólíklegt að svo sé. Eldri jarðskjálftavirkni á sama svæði minnkar einnig þessar líkur á því að virknin í Fagradalsfjalli sé að valda þessari virkni. Það er einnig ólíklegt að hérna sé um að ræða hreyfingar vegna jarðskorpuvirkni. Það er ekki hægt að útilokað það en er ólíkleg ástæða. Það er alltaf erfiðara að ráða í það sem gerist í svæði úti í sjó en á svæðum á landi, þar sem aðgengi er einfaldara.

Jarðskjálftahrina nærri Eldey og Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg

Á síðustu 24 klukkustundum hófst jarðskjálftahrina við Eldey og Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Stærstu jarðskjálftarnir virðast vera með stærðina Mw3,2 til Mw3,7 eða í kringum þá stærð. Það er mjög erfitt að sjá þessa jarðskjálfta á korti Veðurstofunnar vegna mikillar jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli og Keili.

Það er mikið af grænum stjörnum og punktum af öllum mögulegum litum á þessu korti. Grænar stjörnur úti í sjó ekki langt frá Eldey og Eldeyjardrangi.
Mikil virkni á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálftavirkni tengist því sem er að gerast í Fagradalsfjalli en það er möguleiki að virknin þar hafi komið þessari virkni af stað, án þess að tengslin séu einhver meiri. Það er ekki hægt að segja til um hvað er að gerast þarna þar sem svæðið er úti í sjó.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes

Í dag (26. Júní 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes. Jarðskjálftahrinan er á svæði þar sem hafa komið fram reglulegar jarðskjálftahrinur og bendir það til þess að þarna sé kvikuinnskot að koma inn í jarðskorpuna og þarna verður kannski eldgos í framtíðinni.

Rauðir punktar við Reykjanestá í eldstöðinni Reykjanes. Þeir eru ofan á hverjum öðrum. Þarna er einnig að sjá bláa, appelsínugula og og gula punkta í öðrum eldstöðvum á Reykjanesskaga. Tíminn á myndinni er 26. jún. 23. 16:05.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í dag og þegar þessi grein er skrifuð er með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram eru minni að stærð. Ég er ekki viss hvað það hafa komið fram margir jarðskjálftar fram þarna í dag. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Aukin jarðskjálftavirkni í eldstöðvunum Reykjanes og Fagradalsfjalli

Aðfaranótt 3. Júní 2023 varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á svæði sem kallast Reykjanestá. Stærsti jarðskjálftinn í þeirri hrinu var með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Jarðskjálftahrinan sem varð þarna bendir til þess að um kvikuvirkni hafi verið að ræða en það er erfitt að vera viss um að það sé það sem gerðist núna.

Appelsínugulir punktar við Reykjanestá í eldstöðinni Reykjanes. Einnig sem að það eru punktar í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Tími á korti er 03. Jún. 23 klukka 12:35.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes við Reykjanestá og síðan í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru komnir tíu mánuðir síðan það var síðast eldgos í Fagradalsfjalli. Það er mjög líklegt að það muni gjósa þar fljótlega á ný, það er ekki hægt að segja til um hvenær slíkt eldgos verður. Síðustu vikur þá hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast í Fagradalsfjalli og það bendir til þess að kvikuþrýstingur innaní eldstöðinni sé farinn að aukast. Þrýstingurinn er ekki orðinn nægur til þess að eldgos hefjist.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes (út í sjó)

Aðfaranótt 4. Maí 2023 varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes. Þetta var ekki mjög stór jarðskjálftahrina og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,4. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.

Jarðskjálftahrinan er í neðri vestari hluta kortsins frá Veðurstofu Íslands. Þar er einnig græn stjarna ásamt þeim punktum sem sýna minni jarðskjálfta. Það eru einnig nokkrir punktar í öðrum eldstöðvum sem sýnir minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni í Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að þarna hafi orðið kvikuinnskot í eldstöðinni Reykjanes án þess að það hafi komið af stað eldgosi. Það hafa orðið nokkuð mörg kvikuinnskot í eldstöðinni Reykjanes án þess að það hafi komið af stað eldgosi. Það er mjög líklega það sem mun gerast núna.

Jarðskjálftahrina nærri Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg

Í dag (21. Febrúar 2023) hófst jarðskjálftahrina nærri Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg. Þetta er mögulega í öðru eldstöðvarkerfi en Reykjanesi vegna fjarlægðar frá landi og það er ólíklegt að eldstöðin Reykjanes nái svona langt suður. Það er ekkert nafn tengt við þessa eldstöð en Geirfugladrangur. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,1. Þessa jarðskjálftahrina er ennþá í gangi og því gætu komið stærri jarðskjálftar á þessu svæði.

Græn stjarna og rauðir punktar þar sem aðal jarðskjálftavirknin er úti á Reykjaneshrygg. Auk gulra punkta á svipuðu svæði sem sýna minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan bendir sterklega til þess að þarna sé kvikuinnskot að eiga sér stað. Þetta svæði á Reykjaneshrygg gaus síðast milli 16 aldar og fram til 18 aldar en síðan þá hefur ekki komið neitt eldgos.

Kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á Reykjanesskaga / Reykjaneshrygg

Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi og því geta upplýsingar breyst snögglega og án viðvörunnar. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst sjálfvirkt var með stærðina Mw3,7 þegar þessi grein er skrifuð. Á þessari stundu hafa um 30 til 40 jarðskjálftar átt sér stað en sú tala gæti breyst snögglega. Þessi jarðskjálftahrina ber þess merki að þarna sé kvikuinnskot á ferðinni en það er engin góð leið til þess að staðfesta það ennþá, þar sem merkin eru ennþá ekki augljós.

Vinstra megin á myndinni úti í sjó við enda Reykjanesskaga á Reykjaneshrygg, niðri eru þrjár grænar stjörnur auk rauðra punkta sem sýna jarðskjálftavirknina sem er að eiga sér stað þarna.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina er í eldstöðinni Reykjanes, sú eldstöð er bæði á þurru landi og nær út í sjó og því geta þarna orðið ösku og hraungos á sama tíma ef það fer að gjósa. Hingað til hefur eldstöðin Reykjanes aðeins verið með jarðskjálftahrinur og kvikuinnskot. Hvenær það breytist er ekki hægt að segja til um.

Jarðskjálftar á Reykjaneshrygg, langt frá ströndinni

Í gær (30. Janúar 2023) urðu tveir jarðskjálftar með stærðina Mw3,2 langt úti á Reykjaneshrygg. Það mældist aðeins einni minni jarðskjálfti en vegna fjarlægðar frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofunnar þá er ómögulegt eða erfitt að mæla litla jarðskjálfta úti á Reykjaneshrygg.

Í vinstra horninu eru tvær stjörnur sem sýna stærri jarðskjálfta, önnur stjarnan er nærri syðri hluta kortsins. Það er bara einn punktur sem sýnir minni jarðskjálfta á Reykjaneshrygg.
Jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fyrir utan þessa jarðskjálftavirkni, þá hefur verið mjög rólegt á Íslandi. Slæmt veður hefur einnig komið í veg fyrir að jarðskjálftar mælist á Íslandi undanfarnar tvær vikur.