Jarðskjálfti suður af Heklu

Í kvöld (28-September-2013) klukkan 21:47 varð jarðskjálfti suður af Heklu. Þessi jarðskjálfti mældist með stærðina 2,0 og dýpið var mælt 2,9 km samkvæmt sjálfvirkum mælingum frá Veðurstofu Íslands. Engin merki hafa komið fram eftir þennan jarðskjálfta sem benda til þess að eldgos sé að fara hefjast, engir aðrir jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.

130928_2155
Jarðskjálftinn suður af Heklu í kvöld. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er annar jarðskjálftinn í September sem verður innan eldstöðvar kerfis Heklu. Fyrri jarðskjálftinn átti sér stað í toppi Heklu og skrifaði ég um hann hérna. Ég reikna ekki með frekari virkni í Heklu. Það er þó erfitt að vera viss um það þar sem merki þess að eldgos sé að hefjast í Heklu eru illa þekkt í dag, sérstaklega þegar um er að ræða langan fyrirvara í Heklu. Þessi jarðskjálfti kom vel fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð og er hægt að sjá hann hérna (uppfærist á 5 mín. fresti).

Minniháttar jarðskjálftahrina í Öræfajökli

Í dag (09-September-2013) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Þetta var minniháttar jarðskjálftahrina og var mjög grunn og var á dýpinu 2,6 til 4,8 km. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,0.

130909_1805
Jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er ekki mikil í Öræfajökli og það gerir þessa jarðskjálftavirkni mjög áhugaverða. Þessa stundina er þetta bara jarðskjálftavirkni og ég reikna ekki með því að neitt annað gerist í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Hugsanlegt er að fleiri jarðskjálftar muni eiga sér stað í Öræfajökli næstu dögum og vikum. Þó er alveg jafn líklegt að ekkert meira muni gerast í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni.

Áhugaverð jarðskjálftavirkni í Hamrinum

Undanfarna daga hefur verið áhugaverð jarðskjálftavirkni í Hamrinum, sem er eldstöð í Vatnajökli. Jarðskjálftarnir eiga sér stað á tveim sprungum sem virðast hafa stefnuna austur-vestur. Líklega er um að ræða sprungu í eldstöðinni með þessa stefnu, það hefur þó ekki verið ennþá staðfest. Ég veit ekki afhverju þetta er að gerast, en í dag (07-September-2013) mældi ég jarðskjálfta frá Hamrinum og þessi jarðskjálfti sýnist mér hafa merki þess að um væri að ræða jarðskjálfta sem á uppruna sinn í kvikuhreyfingum inni í eldstöðinni Hamrinum. Það hefur þó ekki ennþá verið staðfest og ekki er víst að það verði nokkurntímann staðfest. Stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina 2,2 og var á dýpinu 4,5 km.

130907_2100
Jarðskjálftavirkni í Hamrinum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos sem átti sér stað í Hamrinum átti sér stað þann 11 til 12-Júlí-2011. Það eldgos var minniháttar og fjallaði ég um það hérna (á ensku) og hérna (á ensku). Jarðskjálftavirknin í dag er á sama svæði og það gaus árið 2011. Undanfarin að því eldgosi var talsverð jarðskjálftavirkni í Hamrinum mánuðina og hugsanlega árin þar á undan. Ég veit ekki hvort að núverandi jarðskjálftavirkni mun enda í eldgosi eða ekki, þar sem ekki er hægt að spá fyrir um slík að svo stöddu. Hinsvegar er ekki hægt að útiloka slíkt eins og stendur. Það besta sem er hægt að gera er að fylgjast með stöðu mála í Hamrinum og sjá hvort að einhverjar frekari breytingar muni eiga sér stað í Hamrinum.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Esjufjöllum

Þann 05-September-2013 varð minniháttar jarðskjálftahrina í Esjufjöllum. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,2 og á dýpinu 4,9 km.

130905_2200
Jarðskjálftahrinan í Esjufjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar eiga sér stað í Esjufjöllum vegna kvikuhreyfinga talið er. Einnig sem að það eru núna fleiri SIL stöðvar á þessu svæði og því mælast þarna minni jarðskjálftar en áður. Fyrir nokkrum árum síðan gat Veðurstofa Íslands eingöngu mælt jarðskjálfta sem voru aðeins stærri en 1,5.

Minniháttar jarðskjálfti í Heklu

Í gær (04-September-2013) varð minniháttar jarðskjálfti í eldstöðinni Heklu. Stærð þessa jarðskjálfta var 0,4 og dýpið var innan við 1 km. Þannig að ekki var um að ræða jarðskjálfta af völdum kvikuhreyfinga.

130904_2025
Jarðskjálftinn í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þar sem þessi jarðskjálfti var grunnur. Þá er ólíklegt að hann tengist hugsanlegu eldgosi í Heklu í framtíðinni.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Torfajökli

Í dag (03-September-2013) átti sér stað minniháttar jarðskjálftahrina í Torfajökli. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,1, engir stærri jarðskjálftar áttu sér stað í Torfajökli.

130903_1955
Jarðskjálftar í Torfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Svona litlar jarðskjálftahrinur eru algengar í Torfajökli og eiga sér stað reglulega. Þessar litlu jarðskjálftahrinur þýða ekki að eldgos sé yfirvofandi í Torfajökli, hinsvegar stendur kvika grunnt í Torfajökli og það hefur ekki gosið þarna síðan á 15 öld minnir mig.

Minniháttar jökulflóð í Hofsjökli

Í gær (21-Ágúst-2013) hófst minniháttar jökulflóð í Hofsjökli. Þetta jökulflóð er mjög lítið og hefur ekki aukið vatnsrennsli í Jökulsá Vestri mikið samkvæmt fréttum. Mikil brennisteinsvetnis mengun fylgir þessu jökulflóði og hafa því Almannavarnir varað fólk (á Facebook) við að fara nálægt upptökum jökulárinnar á meðan þetta jökulflóð stendur yfir. Upptök þessa jökulflóðs í Hofsjökli er óþekkt eins og stendur, en líklega er háhitasvæði að tæma sig í Hofsjökli. Þó svo að þetta háhitasvæði sé kannski ekki endilega þekkt í dag.

Engin jarðskjálftavirkni hefur fylgt þessu jökulflóði og engar breytingar hafa orðið á Hofsjökli samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands, og ólíklegt er að muni breytast. Lítið er vitað um Hofsjökul sem eldstöð, nema að líkega hefur ekki gosið þarna í meira en 12.000 ár og engin eldgos hafa átt sér stað síðan Íslands byggðist fyrir rúmlega 1000 árum síðan.

Frétt af þessu jökulhlaupi

Kanna hvað er á seyði í Vestari Jökulsá (Rúv.is)
Lítið jökulhlaup í Hofsjökli (Rúv.is)
Hlaup í Vestari Jökulsá (mbl.is)

Hugsanlegt jökulflóð frá Hofsjökli

Það er ýmislegt sem bendir til þess að jökulhlaup hafi átt sér stað frá Hofsjökli í dag. Þetta jökulhlaup var lítið og jók ekki rennsli í Jökulá Vestri í Skagarfirði samkvæmt fréttum. Tilkynnt var um breytingar í Jökulá Vestri til Veðurstofunnar fyrr í dag. Möguleiki er á því að þessar breytingar í Jökulá Vestri eigi uppruna sinn í skriðuföllum, breytingum í jöklinum sjálfum eða jökulhlaupi undan Hofsjökli. Það er ekki vitað ennþá hvort er raunin á þessari stundu, engin jarðskjálftavirkni hefur átt sér stað í Hofsjökli í kjölfarið á þessu jökulhlaupi.

Lykt af brennistein hefur fylgt þessu jökulhlaupi og bendir það til þess að vatnið hafi komast í samband við háhitasvæði sem eru undir Hofsjökli, eða er jafnvel frá háhitasvæði í Hofsjökli. Engin jarðskjálftavirkni hefur fylgt þessu jökulhlaupi í Jökulá Vestri og allt er rólegt á jarðskjálftamælum.

Ef eitthvað meira gerist þá mun ég uppfæra þessa bloggfærslu eða skrifa nýja.

Fréttir af þessu jökulhlaupi úr Hofsjökli

Jökulsá Vestari óvenjuleg á litin (Rúv.is)
Brennisteinslykt við Goðdali (mbl.is)

Gufusprengingar í Kverkfjöllum

Þann 16-Ágúst-2013 urðu nokkrar gufuspreningar í Kverkfjöllum. Þessar gufusprengingar eru afleiðingar af jökulflóði sem átti sér stað í Kverkfjöllum þann 15 og 16-Ágúst-2013. Snögg þrýstibreyting varð í hverunum sem þarna eru til staðar, sem olli því að vatn fór að sjóða undir þrýstingi og olli það þessum snöggu gufusprengingum í Kverkfjöllum.

gufusprening.kverkfjoll.15-august-2013
Gufusprening í Kverkfjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Almannavörnum. Mynd fengin af Facebook.

Ég veit ekki til þess að breytingar hafi átt sér stað í háhitakerfum Kverkfjalla. Þar sem Kverkfjöll eru afskekkt og erfitt að komast þangað, jafnvel á sumrin þá er ekki víst að slíkar breytingar séu þekktar í dag. Almannavarnir hafa sagt að ferðamenn eigi að fara varlega í kringum Kverkfjöll vegna þessara breytinga sem þarna hafa átt sér stað. Það er alltaf varasamt að fara mjög nærri hverum og háhitasvæðum vegna skyndilegra breytinga sem þar geta átt sér stað.

Nánar um gufusprengingar og snögghitað vatn (á ensku)

Hydrothermal explosion (Wikipedia)
Superheating (Wikipedia)

Ég ætla síðan að minna fólk á Facebook síðu þessar bloggsíðu. Hægt er að komast inn á Facebook síðu þessar bloggsíðu hérna.

Minniháttar jökulhlaup frá Kverkfjöllum [Uppfært]

Í dag kom tilkynning frá Veðurstofunni um minniháttar jökulhlaup frá Kverkfjöllum. Þetta jökulhlaup er mjög lítið og mun ekki ná yfir hefðbundið sumarrennsli í ánni Volgu. Það virðist sem að þetta jökulhlaup hafi hafist í gær (15-Ágúst-2013). Samkvæmt fréttum í dag þá var farið að draga úr jökulflóðinu, en ég veit ekki hvort að þetta er tímabundið eða hvort að jökulflóðið er búið nú þegar. Veðurstofna er í könnunarflugi yfir Kverkfjöllum þessa stundina til þess að meta stöðu mála og athuga hvað er að gerast í Kverkfjöllum.

Uppfærsla 1: Samkvæmt Almannavörnum þá urðu gufusprengingar í kjölfarið á þessu jökulflóði í Kverkfjöllum. Slíkt gerist þegar þrýsingur losnar skyndilega á háhitasvæðum eins og þeim sem er að finna í Kverkfjöllum undir vatni. Tilkynningu Almannavarna er hægt að lesa hérna.

Vefmyndavél í Kverkfjöllum

Vefmyndavél úr Kverkfjöllum er hægt að skoða hérna.
Veður upplýsingar úr Kverkfjöllum er hægt að skoða hérna.

Nánari fréttir af þessu jökulhlaupi

Óvenjulegur vöxtur í Volgu (mbl.is)
Hægt hefur á vexti hlaupsins (mbl.is)

Bloggfærslan var uppfærð klukkan 21:08 þann 16-Ágúst-2013.
Bloggfærslan var uppfærð klukkan 21:35 þann 16-Ágúst-2013.