Staðan í Grindavík þann 17. Nóvember 2023

Þetta er stutt grein um stöðuna í Grindavík þann 17. Nóvember 2023. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar mjög hratt.

Staðan í dag

  • Grindavík heldur áfram að síga. Samkvæmt fréttum í dag, þá hefur aðeins hægt á siginu.
  • Það hefur aðeins hægst á jarðskjálftavirkninni síðustu klukkutímana (þetta er skrifað klukkan 23:48).
  • Nokkur hús í Grindavík hafa algerlega eyðilagst.

Almennar upplýsingar

Þetta tók mig heila viku. Það virðist sem að kvikuinnskotið við Svartsengi sé ástæða þess að núna er komið kvikuinnskot undir Grindavík. Þenslan í Svartsengi síðustu viku hefur verið 110mm eða um 15mm/ á dag ef mínir útreikningar eru réttir.  Það er mjög mikil þensla á skömmum tíma, fyrir 10. Nóvember þá var þenslan við Svartsengi um 8m3/sek samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands.

Sillan sem er í Svartsengi bjó til lóðréttan kvikugang frá Sundhnúkum og nálægum svæðum. Þegar þrýstingur er aftur orðinn nægur undir Svartsengi, þá mun hlaupa aftur úr því í þetta kvikuinnskot með sama krafti og það gerði áður. Hversu langan tíma það tekur veit ég ekki. Síðast tók þetta tímabilið frá 25. Október til 10. Nóvember eða um sautján daga en það eru margar sillur sem eru dýpra í jarðskorpunni. Það er ekki hægt að vita hvernig áhrif þetta innskot hafði á þær sillur og hvort að eitthvað flæddi af þeim inn í kvikuinnskotið við Sundhnúka. Þetta er mín persónulega skoðun. Hún gæti verið röng.

Hættan á eldgosi er ennþá mjög mikil. Hvenær eldgos hefst er ekki hægt að segja til um.

Ef eitthvað gerist. Þá mun ég setja inn nýjan póst eins hratt og ég get.

4 Replies to “Staðan í Grindavík þann 17. Nóvember 2023”

  1. Þetta er allt vitað. Furðulegt áhugamál þitt að skrifa frétt upp úr frétt. Og svo tvítekurðu þig þarna að auki.
    Tímasóun að lesa efnið á síðunni þinn…..

      1. Bara stórfurðulegt að halda úti einhverri eldgosasíðu þar sem þú endurbirtir fréttir úr fjölmiðlum á Íslandi og betlar síðan pening fyrir það.

      2. Viltu ekki bara vera úti maður með falska nafnið. Þú þarft ekki að lesa það sem ég er að skrifa. Þú getur bara lesið eitthvað annað.

        Ég mæli með einhverri einfaldri bók. Þú gætir prófað grunnatriði í mannasiðum og hvernig þú átt ekki að vera á internetinu til frambúðar.

Lokað er fyrir athugasemdir.